Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Samstarf RML og LbhÍ
Fréttir 1. ágúst 2023

Samstarf RML og LbhÍ

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) munu efla samstarf sín á milli á næstu misserum.

Í því felst að faghópar munu vinna að málefnum búgreina og faglegra þátta sem snerta landbúnað, landnýtingu, umhverfis- og loftslagsmál. Sérstaklega verður hugað að samstarfi um ný rannsóknarverkefni BS, MS og PhD nema og leiðir til fjármögnunar slíkra verkefna.

„Endurmenntun LbhÍ hefur eflst mikið á undanförnum misserum og lögð er áhersla á að standa saman um áframhaldandi uppbyggingu námskeiða sem svara best þörfum bænda og annarra hagaðila,“ segir í tilkynningu.

Þar kemur jafnframt fram að í ágúst verði sameiginlegur ráðunautafundur RML og LbhÍ þar sem starfsmönnum gefst kostur á að setja sig inn í verkefni hver annars ásamt því að ræða nýja samstarfsfleti.

„Sérfræðiþekking einstakra greina í landbúnaði byggir á mjög fáu fólki og því mikilvægt að samvinnan sé góð á milli aðila. Mikil tækifæri eru til að efla enn frekar samstarfið og þá ekki síst til að sækja fram og auka enn frekar samstarf í rannsóknum og nýsköpun,“ segir í tilkynningu frá RML og LbhÍ.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f