Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Samstarf RML og LbhÍ
Fréttir 1. ágúst 2023

Samstarf RML og LbhÍ

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) munu efla samstarf sín á milli á næstu misserum.

Í því felst að faghópar munu vinna að málefnum búgreina og faglegra þátta sem snerta landbúnað, landnýtingu, umhverfis- og loftslagsmál. Sérstaklega verður hugað að samstarfi um ný rannsóknarverkefni BS, MS og PhD nema og leiðir til fjármögnunar slíkra verkefna.

„Endurmenntun LbhÍ hefur eflst mikið á undanförnum misserum og lögð er áhersla á að standa saman um áframhaldandi uppbyggingu námskeiða sem svara best þörfum bænda og annarra hagaðila,“ segir í tilkynningu.

Þar kemur jafnframt fram að í ágúst verði sameiginlegur ráðunautafundur RML og LbhÍ þar sem starfsmönnum gefst kostur á að setja sig inn í verkefni hver annars ásamt því að ræða nýja samstarfsfleti.

„Sérfræðiþekking einstakra greina í landbúnaði byggir á mjög fáu fólki og því mikilvægt að samvinnan sé góð á milli aðila. Mikil tækifæri eru til að efla enn frekar samstarfið og þá ekki síst til að sækja fram og auka enn frekar samstarf í rannsóknum og nýsköpun,“ segir í tilkynningu frá RML og LbhÍ.

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Gerum okkur dagamun
12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun