Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu sem flokkast í áhættuflokk 1, með það að markmiði að koma þessum málum í viðeigandi úrvinnslu eða förgun.

Verkefnið er sett af stað af frumkvæði matvælaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis í samstarfi við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra til að bregðast við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA sem og úrskurði EFTA dómstólsins um að Ísland hafi ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt EES-samningnum varðandi frágang á þessum dýra- leifum. Gert er ráð fyrir að tillagan verði tilbúin í byrjun sumars.

Í tilkynningu frá ráðuneytunum kemur fram að aukaafurðir úr dýrum flokkist í þrjá áhættuflokka sem segja til um meðhöndlun svo tryggja megi öryggi lokaafurðar og leyfilega notkun hennar. Blandist efni úr áhættuflokkunum saman falli öll blandan í sama áhættuflokk og áhættamesta efnið í blöndunni er flokkað í. Almenna reglan sé sú að ábyrgðin á frágangi dýraleifa sem úrgangs liggi hjá þeim rekstraraðilum þar sem úrgangurinn fellur til.

Sveitarstjórnir bera svo ábyrgð á fyrirkomulagi söfnunar á þessum úrgangi og viðeigandi farvegi, auk þess að þurfa að sjá til þess að starfræktar séu móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir dýraleifarnar. Sérstakar reglur gilda um hræ af dýrum sem felld eru að fyrirskipun stjórnvalda til að hindra útbreiðslu sjúkdóma og ber ríkið þá ábyrgð.

Tillagan verður unnin í samstarfi við finnska ráðgjafarfyrirtækið GMM með fyrirmyndir frá Finnlandi og Noregi.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...