Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu sem flokkast í áhættuflokk 1, með það að markmiði að koma þessum málum í viðeigandi úrvinnslu eða förgun.

Verkefnið er sett af stað af frumkvæði matvælaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis í samstarfi við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra til að bregðast við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA sem og úrskurði EFTA dómstólsins um að Ísland hafi ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt EES-samningnum varðandi frágang á þessum dýra- leifum. Gert er ráð fyrir að tillagan verði tilbúin í byrjun sumars.

Í tilkynningu frá ráðuneytunum kemur fram að aukaafurðir úr dýrum flokkist í þrjá áhættuflokka sem segja til um meðhöndlun svo tryggja megi öryggi lokaafurðar og leyfilega notkun hennar. Blandist efni úr áhættuflokkunum saman falli öll blandan í sama áhættuflokk og áhættamesta efnið í blöndunni er flokkað í. Almenna reglan sé sú að ábyrgðin á frágangi dýraleifa sem úrgangs liggi hjá þeim rekstraraðilum þar sem úrgangurinn fellur til.

Sveitarstjórnir bera svo ábyrgð á fyrirkomulagi söfnunar á þessum úrgangi og viðeigandi farvegi, auk þess að þurfa að sjá til þess að starfræktar séu móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir dýraleifarnar. Sérstakar reglur gilda um hræ af dýrum sem felld eru að fyrirskipun stjórnvalda til að hindra útbreiðslu sjúkdóma og ber ríkið þá ábyrgð.

Tillagan verður unnin í samstarfi við finnska ráðgjafarfyrirtækið GMM með fyrirmyndir frá Finnlandi og Noregi.

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...