Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Sindri Sigurgeirsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Sindri Sigurgeirsson.
Mynd / TB
Fréttir 25. febrúar 2016

Samningarnir marka nýja sókn í landbúnaði

Fulltrúar bænda og ríkisins skrifuðu undir nýja búvörusamninga 19. febrúar sl. Þeir marka tímamót í landbúnaði og upphafið að nýrri sókn að mati landbúnaðarráðherra og forsvarsmanna bænda. 
 
Samningarnir fjórir eru allir prentaðir í heild sinni í nýju tölublaði ásamt fleiri upplýsingum á bls. 29–36. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, fjallar um áhrif samninganna á bls. 6.
 
Um er að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga um starfsskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar á árunum 2017 til 2026. 
 
Samningarnir eru til 10 ára en gert er ráð fyrir að þeir verði teknir til endurskoðunar tvisvar á samningstímanum, árin 2019 og 2023. Rökin fyrir löngum gildistíma eru þau að verið er að ráðast í umfangsmiklar breytingar. 
 
Meginmarkmið samninganna er að efla íslenskan landbúnað og skapa landbúnaðinum sem fjölbreyttust sóknarfæri. Samningunum er ætlað að auka verðmætasköpun í landbúnaði og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls. Til þess að ná þessum markmiðum eru í samningum fjölbreytt atriði sem ætlað er að ýta undir framþróun og nýsköpun í landbúnaði.
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...