Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Sindri Sigurgeirsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Sindri Sigurgeirsson.
Mynd / TB
Fréttir 25. febrúar 2016

Samningarnir marka nýja sókn í landbúnaði

Fulltrúar bænda og ríkisins skrifuðu undir nýja búvörusamninga 19. febrúar sl. Þeir marka tímamót í landbúnaði og upphafið að nýrri sókn að mati landbúnaðarráðherra og forsvarsmanna bænda. 
 
Samningarnir fjórir eru allir prentaðir í heild sinni í nýju tölublaði ásamt fleiri upplýsingum á bls. 29–36. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, fjallar um áhrif samninganna á bls. 6.
 
Um er að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga um starfsskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar á árunum 2017 til 2026. 
 
Samningarnir eru til 10 ára en gert er ráð fyrir að þeir verði teknir til endurskoðunar tvisvar á samningstímanum, árin 2019 og 2023. Rökin fyrir löngum gildistíma eru þau að verið er að ráðast í umfangsmiklar breytingar. 
 
Meginmarkmið samninganna er að efla íslenskan landbúnað og skapa landbúnaðinum sem fjölbreyttust sóknarfæri. Samningunum er ætlað að auka verðmætasköpun í landbúnaði og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls. Til þess að ná þessum markmiðum eru í samningum fjölbreytt atriði sem ætlað er að ýta undir framþróun og nýsköpun í landbúnaði.
Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f