Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samningar gerðir við landeigendur en engin verkútboð í sjónmáli
Mynd / Vegagerðin
Fréttir 28. júní 2017

Samningar gerðir við landeigendur en engin verkútboð í sjónmáli

Höfundur: MÞÞ / HKr.
Fyrstu samningarnir við landeigendur vegna nýs Hringvegar í Hornafirði voru undirritaðir nú í vor. Ekkert bólar þó á verkútboðum þó áætlað sé að verja um 200 milljónum króna í framkvæmdir á þessu ári.
 
Tillögur að vegalagningu m.a. yfir Hornafjarðarfljót sem lagðar voru fram til mats á umhverfisáhrifum í apríl 2009. Þarna má sjá legu leiða 1, 2 og 3 ásamt leið 3b (brotna rauða línan). Það var seinni útfærsla á leið 3 þegar búið er að taka tillit til ábendinga vegna áhrifa á hljóðvist, landnotkun, gróðurfar, fornleifar og fuglalíf.
 
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur þegar veitt Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. Að framkvæmdum loknum fækkar einbreiðum brúm á Hringvegi um þrjár auk þess sem hringvegurinn á milli Suðurlands og Austurlands styttist að minnsta kosti um 11 kílómetra. Talsvert kann þó að verða í að vegagerð yfir Hornafjarðarfljót ljúki, enda framkvæmdafé Vegagerðarinnar af skornum skammti til nýframkvæmda. Þá hefur enn ekki verið auglýst útboð vegna þessa verkefnis og ekki er að sjá á lista Vegagerðarinnar að útboð séu fyrirhuguð á næstunni.  
 
Einbreiðum brúm fækkar 
 
Nýr Hringvegur um Hornafjörð mun liggja á milli bæjanna Hólms og Dynjanda. Vegamót verða við núverandi Hringveg á móts við Hólm, tengingar að Brunnhóli og Einholti aðlagaðar nýjum vegi, tengivegur verður meðfram Djúpá, gerður verður varnargarður austan Hornafjarðarfljóta, ný vegamót verða við Hafnarveg og önnur vegamót við núverandi Hringveg austan Hafnarness. Jafnframt verða útbúnir áningarstaðir fyrir vegfarendur. 
 
Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...