Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samningar gerðir við landeigendur en engin verkútboð í sjónmáli
Mynd / Vegagerðin
Fréttir 28. júní 2017

Samningar gerðir við landeigendur en engin verkútboð í sjónmáli

Höfundur: MÞÞ / HKr.
Fyrstu samningarnir við landeigendur vegna nýs Hringvegar í Hornafirði voru undirritaðir nú í vor. Ekkert bólar þó á verkútboðum þó áætlað sé að verja um 200 milljónum króna í framkvæmdir á þessu ári.
 
Tillögur að vegalagningu m.a. yfir Hornafjarðarfljót sem lagðar voru fram til mats á umhverfisáhrifum í apríl 2009. Þarna má sjá legu leiða 1, 2 og 3 ásamt leið 3b (brotna rauða línan). Það var seinni útfærsla á leið 3 þegar búið er að taka tillit til ábendinga vegna áhrifa á hljóðvist, landnotkun, gróðurfar, fornleifar og fuglalíf.
 
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur þegar veitt Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. Að framkvæmdum loknum fækkar einbreiðum brúm á Hringvegi um þrjár auk þess sem hringvegurinn á milli Suðurlands og Austurlands styttist að minnsta kosti um 11 kílómetra. Talsvert kann þó að verða í að vegagerð yfir Hornafjarðarfljót ljúki, enda framkvæmdafé Vegagerðarinnar af skornum skammti til nýframkvæmda. Þá hefur enn ekki verið auglýst útboð vegna þessa verkefnis og ekki er að sjá á lista Vegagerðarinnar að útboð séu fyrirhuguð á næstunni.  
 
Einbreiðum brúm fækkar 
 
Nýr Hringvegur um Hornafjörð mun liggja á milli bæjanna Hólms og Dynjanda. Vegamót verða við núverandi Hringveg á móts við Hólm, tengingar að Brunnhóli og Einholti aðlagaðar nýjum vegi, tengivegur verður meðfram Djúpá, gerður verður varnargarður austan Hornafjarðarfljóta, ný vegamót verða við Hafnarveg og önnur vegamót við núverandi Hringveg austan Hafnarness. Jafnframt verða útbúnir áningarstaðir fyrir vegfarendur. 
 
Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...