Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Samningagerð nýrra búvörusamninga langt komin
Fréttir 2. febrúar 2016

Samningagerð nýrra búvörusamninga langt komin

Höfundur: smh

Í gær var birt yfirlýsing frá Sindra Sigurgeirssyni á vef Bændasamtaka Íslands, fyrir hönd samninganefnar bænda í viðræðum um nýja búvörusamninga, þar sem grein er gerð fyrir stöðu mála þann 1. febrúar. Þar kemur fram að samningagerðin sé langt komin og allt lagt kapp sé lagt á að klára samningana svo hægt sé að hefja kynningu á þeim meðal bænda.

Yfirlýsingin fer hér á eftir orðrétt.

Viðræður á milli fulltrúa bænda og stjórnvalda vegna nýrra búvörusamninga hafa staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Samningagerð er nú langt komin en henni er þó ekki lokið. Samninganefndin mun á næstu dögum leggja allt kapp á að klára samningana svo hægt sé hefja kynningu á þeim í heild meðal bænda. 

Miklu skiptir að ljúka nú samningum svo bændur geti skoðað þá í heild og mótað afstöðu sína til þeirra á þeim forsendum. Eftir kynningu munu bændur greiða atkvæði um nýja búvörusamninga. 

Umræða um samningana hefur eðlilega byggst á því sem kynnt var í lok nóvember á bændafundum. Talsverðar breytingar hafa orðið síðan þá og tillit tekið til ýmissa gagnlegra athugasemda frá bændum. 

Hér á eftir er í stuttu máli gerð grein fyrir því hvar samningagerð um búvörusamninga er stödd þann 1. febrúar 2016. 

Nokkur helstu atriði búvörusamninga

· 10 ára samningstími vegna þess að breytingar eru miklar. 
· Viðbótarfjármagn fæst inn í samningana, alls 700 m. kr. á ári að meðaltali ef miðað er við 10 ára tímabil. Fjárhæðin verður hærri fyrstu árin en lækkar á seinni hluta tímabilsins. 
· Gerður verður öflugur rammasamningur fyrir landbúnaðinn í heild sem kemur í stað búnaðarlagasamnings. Aukinn stuðningur við jarðrækt og lífræna ræktun. Þróunarfé og nýliðunarstuðningur verður í rammasamningi. 
· Greiðslumark sem gengur kaupum og sölum hverfur á samningstímanum. 
· Kvótakerfi í mjólk verður lagt niður um miðjan samninginn – eitt verð fyrir afurðir eins og í sauðfénu. 
· Þak á stuðningi við einstaka framleiðendur í nautgripa- og sauðfjárrækt. Enginn framleiðandi fær meira en ákveðið hlutfall af samningnum (unnið út frá 0,7% í nautgriparækt). 
· Búrekstur verður að ná ákveðinni lágmarksstærð til þess að eiga rétt á stuðningi. 
· Garðyrkjusamningur verður með svipuðu sniði og fyrri samningur. Niðurgreiðslur vegna raforku verða færðar inn í samningstexta. 
· Fjárfestingastuðningur verður veittur til að mæta breyttum kröfum um aðbúnað búfjár í nautgripa- og sauðfjárrækt. Einnig sérstök aðstoð vegna svínaræktar. 
· Stuðningur til nautakjötsframleiðslu verður í nýjum samningi. 
· Nýtt verkefni um aukið virði sauðfjárafurða til að sækja fram erlendis og til eflingar markaðsfærslu gagnvart ferðamönnum. 

Af hverju þessi leið? 

· Stuðningur nýtist starfandi bændum en rennur ekki til þeirra sem eru hættir eða til fjármálastofnana. 
· Greiðslumarkskaup hafa kostað kúabændur 28 milljarða síðastliðna tvo áratugi. Fjármagnskostnaður er ekki meðtalinn. 
· Ekki er auðvelt að leggja mat á kostnað við greiðslumarksviðskipti sauðfjárbænda með sambærilegum hætti. Verð í viðskiptum með greiðslumark sauðfjár er ekki skráð. 
· Kostnaði við greiðslumarkskaup er létt af bændum. Það þýðir auðveldari nýliðun og aukin samkeppnishæfni. 
· Markmiðið er að gera samninga sem byggja upp traustan landbúnað til framtíðar. 

Brugðist var við athugasemdum með því að bæta við varnöglum 

· Endurskoðanir árin 2019 og 2023. Mat lagt á árangur samningsins með hliðsjón af markmiðum hans. Ákvarðanir um endurskoðun teknar með hliðsjón af því mati. 
· Hæg innleiðing fyrri hluta samningstíma. Kvótakerfi í mjólkinni leggst ekki af fyrr en í fyrsta lagi eftir 5 ár. 
· Heimilt verður að færa allt að 20% fjármuna milli verkefna innan samninganna til að breyta áherslum ef þörf krefur. 
· Ríkið býður innlausn á greiðslumarki í mjólk fyrir þá sem vilja hætta. Þeir geta fengið núvirt andvirði beingreiðslna greitt í einu lagi. 
· Nýtt verkefni um framleiðslujafnvægi í mjólk. Hægt að nýta til að búa til hvata til framleiðslustýringar til dæmis til eflingar á markaðsfærslu nautgripaafurða, sérstakra uppbóta fyrir slátrun kálfa og kúa, tilfærslu í aðra framleiðslu á kúabúum, eða tímabundnar býlisgreiðslur óháðar framleiðslu. 
· Nýtt verkefni um býlisgreiðslur í sauðfjárrækt. Almennur stuðningur við sauðfjárbú eftir stærðarflokkum frá 100-800 vetrarfóðruðum kindum. 
· Samið verður um rauð strik í nautgripa- og sauðfjárrækt til að skapa enn frekari möguleika til að grípa til aðgerða ef þróun greinanna verður neikvæð. 
· Ef mjólkurverð lækkar um 15% eða meira fram að fyrri endurskoðun verður ákvörðun um afnám kvótakerfisins endurskoðuð. 
· Í sauðfjárrækt eru sett rauð strik ef ekki tekst að auka verðmæti afurða um 7,5% að raunvirði fram að fyrri endurskoðun. Þá verður afnám beingreiðslna endurskoðað. 

Innheimta svæðisgjalda
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhv...

Áframhaldandi samstarf
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli ...

Fengu ný verkfæri
Fréttir 30. mars 2023

Fengu ný verkfæri

Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru á dögunum...

Vafi á réttmæti líftölumælinga
Fréttir 30. mars 2023

Vafi á réttmæti líftölumælinga

Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun að nýta ekki niðurstöður úr líftölumælingum til...

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...