Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Samkomulag um dýralæknaþjónustu
Fréttir 11. mars 2015

Samkomulag um dýralæknaþjónustu

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur gert samkomulag við tvo dýralækna um að sinna tímabundið almennri dýralæknaþjónustu á Austur- og Norðausturlandi á meðan leitað er varanlegra lausna á skipan þjónustusvæða og fjármögnun opinbers stuðnings til dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. 

Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að dýraeigendum á þessum landssvæðum sé þar með tryggt aðgengi að dýralækni allan sólarhringinn. Stofnunin gerir ráð fyrir að tímabundnir samningar verði framlengdir fram á sumar ef engin breyting verður á komandi mánuðum á reglum um þjónustusvæði og þar með þóknun til dýralækna. Málið verði áfram til skoðunar því tryggja þarf fjármögnun til lengri tíma.

Vignir Sigurólason hjá Dýralæknaþjónustunni á Húsavík mun sinna Þingeyjarsýslum og Hjörtur Magnason hjá Dýralæknastofunni Egilsstöðum mun sinna Austurlandi, báðir gegn sömu þóknun og aðrir dýralæknar sem taka að sér þjónustu á öðrum þjónustusvæðum sem hið opinbera styrkir.

„Frá Ljósavatnsskarði í vestri að Fárskrúðsfirði í suðri er í reglugerð aðeins gert ráð fyrir stuðningi við tvo dýralækna, en á þessu landssvæði störfuðu til margra ára fleiri dýralæknar og þá í þjónustu hjá hinu opinbera. Reynslan sýnir að það er of lítið að styðja aðeins tvo dýralækna á landsvæði sem nær til fimmtungs landsins. Því óskaði Matvælastofnun á liðnu ári eftir því við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að það breytti reglugerðinni, þannig að styrkurinn næði til þriggja þjónustusvæða í stað tveggja og þar með væri stöðugildum dýralækna fjölgað um eitt. Auk þeirra tveggja dýralækna sem nýgert samkomulag nær til þá hafði stofnunin áður gert samning við dýralækni búsettan í Vopnafirði, sem sinnir svæðinu frá Hófaskarði í vestri að Hellisheiði eystri í suðri.

Matvælastofnunar telur nauðsynlegt að bregðast við því ástandi sem verið hefur undanfarið og ákvað því að grípa inn í með þessum hætti, þar sem dýraeigendur hafa ekki getið komið  dýrum sínum til hjálpar. Dýr hafa ekki komist undir læknishendur og það eru þau sem líða fyrir ástandið, sem er andstætt nýjum og metnaðarfullum lögum um velferð dýra. Með samkomulagi við fleiri dýralækna á þessum þjónustusvæðum er málum bjargað tímabundið, en áfram verður að leita viðunandi og varanlegra lausna,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...