Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins.
Fréttir 11. janúar 2022

Samkomulag um að efla eldvarnir í landbúnaði

Höfundur: ehg

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins hafa undirritað samstarfssamning um að efla eldvarnir í landbúnaði.

Samstarfið nær til eldvarna á heimilum félagsmanna BÍ, eldvarna í úti- og gripahúsum, gróðurhúsum og öðrum mannvirkjum sem tengjast búrekstri ásamt varna gegn gróðureldum. Samkomulagið gildir til loka árs 2022.

Ráðist í margskonar aðgerðir

Í samkomulaginu felast ýmsar aðgerðir til að ná sem best til félagsmanna Bændasamtakanna og tryggja um leið að eldvarnir í sveitum landsins verði eins og best verður á kosið. Helstu aðgerðir eru eftirfarandi:

  • Aðilar senda öllum félagsmönnum BÍ sameiginlegt bréf um mikilvægi þess að tryggja góðar eldvarnir á búi og heimili. Í bréfinu verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum könnunar á eldvörnum í dreifbýli sem Gallup gerði fyrir Eldvarnabandalagið. Bréfinu fylgir fræðsluefni um eldvarnir.
  • Aðilar útbúa reglulega greinar um eldvarnir til birtingar í viðeigandi fjölmiðlum og koma upplýsingum um eldvarnir á framfæri með öðrum hætti.
  • Kannaður verður af beggja hálfu möguleiki á að fjármagna gerð og birtingu auglýsinga um eldvarnir og mikilvægi þeirra.
  • Aðilar kanna hvort bæta megi fræðslu um eldvarnir og öryggi í LbhÍ, meðal annars með endurmenntunarnámskeiði.
  • Aðilar vinna saman að því að halda fræðsluerindi um eldvarnir á vettvangi búnaðarsambanda og í gegnum streymi. Útbúið verður staðlað og hæfilega langt erindi í þessu skyni. Óskað verður eftir samstarfi við Félag slökkviliðsstjóra um þátttöku.
  • Kannaðir verða möguleikar á að söluaðilar viðurkennds eldvarnabúnaðar veiti félagsmönnum BÍ hagstæð kjör í tengslum við samstarfið og verður athygli þeirra þá sérstaklega vakin á því.
  • Tekið verður tillit til eldvarna í stefnumótunarvinnu Bændasamtakanna.
  • Aðrar hugsanlegar aðgerðir sem aðilar ákveða sameiginlega að ráðast í á samningstímanum auk þeirra sem að framan greinir.

Skylt efni: eldvarnir

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...