Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá undirritun samkomulagsins, sitjandi frá vinstri: Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri.
Frá undirritun samkomulagsins, sitjandi frá vinstri: Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri.
Fréttir 6. júní 2016

Samkomulag um að efla eldvarnir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyrarbær og Húnaþing vestra hafa gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum og í stofnunum sveitarfélaganna. 
 
Samstarfið felur í sér að sveitarfélögin innleiða eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út. Þá verður fræðslu um eldvarnir beint að umsækjendum um húsaleigubætur en rannsóknir sýna að eldvarnir eru mun lakari í leiguhúsnæði en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði.
 
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir áhugavert að vera með fyrstu sveitarfélögum til að innleiða eigið eldvarnaeftirlit samkvæmt forskrift Eldvarnabandalagsins. 
 
„Sveitarfélög hafa samkvæmt lögum ríkar skyldur í eldvörnum með rekstri slökkviliðs og opinberu eldvarnaeftirliti. Með samstarfinu við Eldvarnabandalagið förum við nýjar leiðir til að efla eldvarnir og öryggi fólks og njótum þar reynslu Eldvarnabandalagsins og efnis sem það hefur gefið út,“ segir Eiríkur Björn á vefsíðu Akureyrarbæjar þar sem þetta kemur fram.
 
Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, tekur í sama streng. Hún segir mikilvægt að sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi í þessum efnum. „Það er mjög mikilvægur liður í samstarfinu við Eldvarnabandalagið að allt starfsfólk sveitarfélagsins mun fá fræðslu um eldvarnir bæði á vinnustaðnum og heima. Það er líklegt til að auka vitund fólks um eldvarnir og hafa áhrif á eldvarnir í stofnunum Húnaþings vestra,“ segir Guðný Hrund. 

Skylt efni: eldvarnir

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...