Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Samkeppnisstofnun og MS
Lesendarýni 3. nóvember 2014

Samkeppnisstofnun og MS

Höfundur: Jón Þór Helgason.

Undanfarin misseri hef ég skrifað greinar um landbúnað og rekstur búa. Ég hef haldið mig við reiknistokkinn þar sem minn áhugi liggur í rekstrartölunum og útreikningum á rekstri en ég ætla að sleppa því nú. Deilur Samkeppnisstofnunar við MS hafa að sjálfsögðu vakið mikinn áhuga minn en út frá sjónarhóli bænda finnst mér þessi umræða vægast sagt slæm.

Vissulega er það grafalvarlegt mál að MS sé sakað um samkeppnisbrot en það sem mér finnst kaldhæðið er að á afar mörgum sviðum er samkeppni hér meira í orði en ekki á borði. Sem dæmi á að vera mikil samkeppni í verslun en hér á landi er u.þ.b. 100% meira verslunarhúsnæði á mann en alls staðar í Norður-Evrópu og Bretlandi. Þessi mikla þörf á verslunarhúsnæði er afleiðing af því að samkeppni hefur ekki verið í verði. Því hefur verið hægt að reka fleiri búðir en ella þar sem há verðlagning og lítil samkeppni opnar svigrúm fyrir verslanir. Netverslun hefur lækkað álagningu og aukið samkeppni.

Sama má segja um samkeppni hjá olíufélögunum þar sem offjárfesting í greininni er gríðarleg, meira að segja svo mikil að í dag má segja að olíufélögin séu hætt að reka bensínstöðvar heldur frekar matsölustaði og verslanir.  Síðan má leiða það út hvers vegna ég tel að olíufélögin nái að reka matvöruverslanir í samkeppni við verslanakeðjur sem eru bæði með marga opnunarstaði og langan afgreiðslutíma.

En aftur að Mjólkursamsölunni. Í mínum huga er dreifikerfi MS ekkert öðruvísi en dreifikerfi Póstsins.  Það kostar jafn mikið fyrir bændur að selja mjólk til MS hvar sem er á landinu eins og það kostar verslunina jafn mikið að kaupa mjólk hvar sem er á landinu. Afslættir sem MS veitir verslunum er greinilega ekki þannig að þeir sem reka minni verslanir geti kvartað. Sama má sjá í verðinu, verðmunur á mjólkurvörum er hlutfallslega minni milli stórra verslana og þeirra minni en á mörgum öðrum vörum. Það þurfa allir sitt í verslun og verð ræðst af innkaupsverði og síðan af álagningarþörf viðkomandi verslana. Hættan á því að skipta upp MS er að allur kostnaður við dreifikerfi veiki bændur sem búa á dreifbýlum svæðum. Komi sú staða upp að ekki verði hægt að jafna flutningskostnað á mjólk frá bændum eða frá MS til verslana mun það veikja verulega afkomu fólks í dreifbýlinu.

Það sem mér finnst áhugavert við úrskurð samkeppnisstofnunar er að það er ekki tekið tillit til hvernig mjólkurmarkaðurinn væri ef framleiðslukerfi MS og KS væri ekki til staðar. Markmið MS er að selja sem mest af mjólk og bjóða sem mest af mjólkurvörum til neytenda. Það þýðir í raun að hluti af vörum MS eru framleiddar með tapi miðað við framleiðsluverð.  Og til að tryggja að varan sé framleidd er mjólkin seld til viðkomandi „deildar“, í þessu tilfelli Mjólku, á lægra verði. Þetta verð telur Kú eðlilegt að þeir fái. 

Mín túlkun á þessum úrskurði er sú að MS má ekki reikna mismunandi verð á mjólk eftir því hvað framleitt er innan fyrirtækisins, heldur þarf útsöluverð mjólkurvara að vera í samræmi við framleiðsluverð.  Það mun leiða af sér að vörum mun fækka á markaði og minna selt af mjólk. 

Í raun er Samkeppnisstofnun að skipta sér af innri verðlagningu MS. Það gæti þýtt að MS þyrfti að hækka verð á dýrum landbúnaðarvörum, eins og ostum og mjólkurdufti, en lækka verð á venjulegri mjólk. Afleiðingin er sú að mjólkurneysla myndi dragast saman með tilheyrandi skaða fyrir bændur og neytendur sem fengju minna úrval.  En þessi ákvörðun, ef hún stendur, gæti haft hliðaráhrif.

Undanfarin misseri hefur álagning á matvöruverslun verið að aukast. Á sama tíma hefur meðalálagning Haga staðið í stað. Mín skýring er sú að tap Haga í sérvöru sé vegið upp af hærri álagningu á matvöru þar sem félagið hefur markaðsráðandi stöðu.  Þannig að nái úrskurðurinn í gegnum dómstóla gæti afkoma Haga versnað verulega.  
Annar þáttur sem ég hef velt fyrir mér er að verði þessi úrskurður Samkeppnisstofnunar staðfestur í Hæstarétti er komin upp skrítin staða. MS braut samkeppnislög þar sem það var að niðurgreiða mjólk í afmarkaða framleiðslu. Búvörunefnd ákveður verð á mjólkurvörum að hluta, nógu stórum hluta til að ákveða afkomu MS. Það að félagið sé í yfirburðarmarkaðsstöðu réttlætir þó ekki að búvörunefnd geti tekið ákvörðun um afkomu félags þannig að félagið skili ár eftir ár afkomu sem er ekki í samræmi við stærð þess og umsvif.  Eiga MS og bændur kröfu á ríkisvaldið vegna framgöngu búvörunefndar í verðlagningu á búvörum?

Leiðrétting á síðustu grein

Það eru tvær lítils háttar villur í síðustu grein.
Í töflu 1 er tiltekið að útreikningar séu miðað við 2% verðbólgu. En ef skoðuð er tafla nr. 2 sést að átt er við 5% verðbólgu. 

Í einum stað í texta aftarlega í greininni, segi ég að „ég mæli alla jafna ekki með óverðtryggðum lánum“, en þarna átti að standa að ég mæli alla jafna ekki með verðtryggðum lánum. Eins og sjá má á greininni er ég ekki sérstaklega hliðhollur verðtryggðum lánum enda sýna útreikningar að þau eru óhagstæðari til lengri tíma. En ef áfallnar verðbætur eru greiddar um leið og þær falla til, eins og hugsunin var með Ólafslögum (lög um verðtryggingu lána) á sínum tíma, þá eru verðtryggð lán hagstæðari nú um stundir.

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.