Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samkeppniseftirlitið hafnar undanþágubeiðni Markaðsráðs kindakjöts
Mynd / TB
Fréttir 3. ágúst 2017

Samkeppniseftirlitið hafnar undanþágubeiðni Markaðsráðs kindakjöts

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Samkeppniseftirlitið telur að Markaðsráð kindakjöts hafi ekki sýnt fram á að lagaskilyrði fyrir tímabundinni undanþágu frá samkeppnislögum séu uppfyllt vegna umsóknar ráðsins um leyfi til aukinnar samvinnu sláturleyfishafa við útflutning á kindakjöti. Þetta kemur fram í bréfi sem Samkeppniseftirlitið sendi Markaðsráði kindakjöts síðla dags 1. júlí sl.
 
Í þrettán síðna bréfi Samkeppnis­eftirlitsins er gerð grein fyrir svokölluðu frummati á málinu. Erindi Markaðsráðs gekk út á að í stað þess að útflutningur væri á hendi hvers sláturleyfishafa fyrir sig tækju fyrirtækin sig saman undir merkjum Markaðsráðs og færu í útflutningsverkefni á grundvelli sérstakra samninga þar að lútandi. Forsendur samkomulagsins væru að sláturleyfishafar myndu skuldbinda sig til þess að flytja út tiltekinn hluta þess lambakjöts sem þeir framleiddu á gildistíma undanþágunnar. Markaðsráð hefur lagt til að útflutt magn í heild miði við 35% af framleiddu lambakjöti á þessu ári og að svipað hlutfall verði flutt út árið 2018. 
 
Þessu hafnar Samkeppniseftirlitið en engu að síður býður það Markaðsráði að leggja fyrir nánari gögn máli sínu til stuðnings. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Markaðsráðs kindakjöts og Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði í stuttu samtali við Bændablaðið að hún túlkaði svarbréf Samkeppniseftirlitsins sem svo að sú leið sem sláturleyfishafar og bændur hefðu viljað fara væri ófær.
 
„Það eru ekki frekari gögn fyrir hendi því við höfum ekki yfir þeim að ráða. Við búum ekki yfir þeim auknu upplýsingum sem eftirlitið biður um og á þeim forsendum virðist ljóst að þessi leið er ekki fær,“ segir Oddný Steina.
 
Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...