Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Samkeppniseftirlitið hafnar undanþágubeiðni Markaðsráðs kindakjöts
Mynd / TB
Fréttir 3. ágúst 2017

Samkeppniseftirlitið hafnar undanþágubeiðni Markaðsráðs kindakjöts

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Samkeppniseftirlitið telur að Markaðsráð kindakjöts hafi ekki sýnt fram á að lagaskilyrði fyrir tímabundinni undanþágu frá samkeppnislögum séu uppfyllt vegna umsóknar ráðsins um leyfi til aukinnar samvinnu sláturleyfishafa við útflutning á kindakjöti. Þetta kemur fram í bréfi sem Samkeppniseftirlitið sendi Markaðsráði kindakjöts síðla dags 1. júlí sl.
 
Í þrettán síðna bréfi Samkeppnis­eftirlitsins er gerð grein fyrir svokölluðu frummati á málinu. Erindi Markaðsráðs gekk út á að í stað þess að útflutningur væri á hendi hvers sláturleyfishafa fyrir sig tækju fyrirtækin sig saman undir merkjum Markaðsráðs og færu í útflutningsverkefni á grundvelli sérstakra samninga þar að lútandi. Forsendur samkomulagsins væru að sláturleyfishafar myndu skuldbinda sig til þess að flytja út tiltekinn hluta þess lambakjöts sem þeir framleiddu á gildistíma undanþágunnar. Markaðsráð hefur lagt til að útflutt magn í heild miði við 35% af framleiddu lambakjöti á þessu ári og að svipað hlutfall verði flutt út árið 2018. 
 
Þessu hafnar Samkeppniseftirlitið en engu að síður býður það Markaðsráði að leggja fyrir nánari gögn máli sínu til stuðnings. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Markaðsráðs kindakjöts og Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði í stuttu samtali við Bændablaðið að hún túlkaði svarbréf Samkeppniseftirlitsins sem svo að sú leið sem sláturleyfishafar og bændur hefðu viljað fara væri ófær.
 
„Það eru ekki frekari gögn fyrir hendi því við höfum ekki yfir þeim að ráða. Við búum ekki yfir þeim auknu upplýsingum sem eftirlitið biður um og á þeim forsendum virðist ljóst að þessi leið er ekki fær,“ segir Oddný Steina.
 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...