Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Brasilía og Argentína sjá mikla möguleika í aukinni sölu nautakjöts til Evrópu. Fréttir af eyðingu skóga á Amazon-svæðinu er einmitt nátengd stórauknum umsvifum Brasilíumanna í nautgriparækt. Evrópusambandið gerði fríverslunarsamning við Mercosur-ríkin í
Brasilía og Argentína sjá mikla möguleika í aukinni sölu nautakjöts til Evrópu. Fréttir af eyðingu skóga á Amazon-svæðinu er einmitt nátengd stórauknum umsvifum Brasilíumanna í nautgriparækt. Evrópusambandið gerði fríverslunarsamning við Mercosur-ríkin í
Fréttir 19. september 2019

Samið um aukið tollfrelsi en yfirgnæfandi hluti viðskipta Íslands hefur verið í formi innflutnings

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samningar um fríverslun milli EFTA-ríkjanna fjögurra og aðildarríkja Mercosur, þ.e. Argentínu, Brasilíu, Úrúgvæ og Paragvæ, voru undirritaðir 23. ágúst síðastliðinn. Kemur þessi samningsundirritun í kjölfar undirritunar Mercosur-ríkjanna við Evrópusambandið 12. júlí. 

Með samningi milli EFTA- og Mercosur-ríkjanna lækka tollar á bróðurpart þeirrar vöru sem flutt er út frá Íslandi. Nær allar sjávarafurðir sem Ísland flytur út munu njóta fulls tollfrelsis, sumar frá gildistöku samningsins en aðrar að loknum mislöngum aðlögunartíma. Þarna fá EFTA-ríkin aukið aðgengi að tæplega 264 milljóna manna markaði í Suður-Ameríku. 

Fram til þessa hefur útflutningur frá Íslandi til þessara ríkja þó verið hverfandi í samanburði við innflutning. Norðmenn hafa sömuleiðis verið með mjög óhagstæðan viðskiptajöfnuð við Mercosur-ríkin. Það eru einungis Svisslendingar sem frá 2002 hafa verið með lang-stærstan hluta sinna viðskipta við Mercosur í formi útflutnings. Enda eru Svisslendingar með afgerandi  mestu viðskiptin við Mercosur af öllum EFTA-ríkjunum. Lichtenstein virðist hafa verið með sáralítil viðskipti við þessi lönd.

Segir samninginn sérlega mikilvægan

„Við höfum lagt mikla áherslu á að ljúka samningaviðræðum við Mercosur-ríkin og það er ánægjulegt að sá samningur sé nú í höfn. Markaðsaðgangur fyrir sjávarafurðir er sérstaklega mikilvægur fyrir okkur og hann eykst umtalsvert með þessum samningi,“ sagði Guðlaugur Þór í tilefni undirritunar samningsins. 

„Ég tel að við getum verið mjög sátt við þennan samning, sérstaklega þar sem hann er ekki síðri en sá sem Mercosur hefur nýlega samið um við Evrópusambandið.“

Viðskipti Íslands og Mercosur eru talsverð. Á síðasta ári nam vöruútflutningur til Mercosur um 1,5 milljörðum og vöruinnflutningur til Íslands frá ríkjum Mercosur nam um 24 milljörðum. Í innflutningi til Íslands vegur áloxíð langþyngst en það er þegar tollfrjálst.

Samtals 5.758 milljóna evra viðskipti

Samkvæmt gögnum af heimasíðu EFTA, þá námu heildarviðskipti þeirra ríkja við Mercosur-ríkin samtals 5.758 milljónum evra árið 2018, þ.e. bæði inn- og útflutningur. Þar af námu viðskipti Íslands 194 milljónum evra. Mest viðskipti voru þá við Brasilíu, eða 4.577 milljónir evra, og þar af voru heildarviðskipti  Íslands og Mercosur 189 milljónir evra, að mestu innflutningur. Þá námu viðskipti EFTA við Argentínu samtals 855 milljónum evra, við Úrúgvæ námu viðskiptin 284 milljónum evra og 42 milljónum við Paragvæ. 

Í heild hagstæður viðskipta-jöfnuður EFTA-ríkjanna

Vöruskiptajöfnuður EFTA-ríkjanna við Mercosur-ríkin hefur alla tíð frá 2002 verið hagstæður. Þangað hefur verið flutt umtalsvert meira af vörum frá EFTA-ríkjunum en til baka. Þetta á þó ekki við um Ísland, þar sem yfirgnæfandi hluti viðskiptanna hefur verið í formi innflutnings frá Mercosur-ríkjunum. 

Samninganefndir EFTA og Mercosur í Buenos Aires við undirskrift fríverslunarsamnings 23. ágúst síðastliðinn. Mynd / EFTA

Mercosur-viðskiptabandalagið var stofnað 1991

Mercosur-viðskiptablokkin var upphaflega stofnuð 1991 með samkomulagi Argentínu, Brasilíu, Úrúgvæ og Paragvæ. Var þetta endanlega frágengið 1994. Venesúela gekk svo formlega inn í þennan hóp í júlí 2012, en var rekið þaðan út aftur 2017. Í desember 2012 var bókun um aðild Bólivíu að Mercosur undirrituð. Þessi bókun bíður enn fullgildingar allra þjóðþinga í Mercosur-löndunum. Þá eru Chile, Columbia, Ekvador, Guyana, Peru, Surinam og Kanada líka með tengingu við Mercosur-ríkin, sem og Nýja-Sjáland og Mexíkó. 

Viðræður við ESBhófust árið 2000

Evrópusambandið hóf viðræður um fríverslunarsamning við Mercosur-ríkin á árinu 2000. Gekk á ýmsu í þeim viðræðum, en í maí 2016 var settur verulegur kraftur í málið. Undanfarin ár hafa þessar samningaviðræður vakið mikil mótmæli í Evrópu og hafa Copa Coeca, samtök evrópskra bænda, harðlega mótmælt þeim. Er það á þeim forsendum að mjög mikið misvægi sé á milli reglna við framleiðslu landbúnaðarafurða í Suður-Ameríku og í Evrópu. Því sé hætta á að ódýrt kjöt og aðrar afurðir sem mögulega standist ekki framleiðslukröfur sem evrópskir bændur þurfi að undirgangast, flæði yfir Evrópu. Það geti stórskaðað  landbúnað, t.d. í Frakklandi og Þýskalandi og víðar.  

Skylt efni: EFTA | Fríverslun

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...