Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samgöngur í lag
Mynd / BBL
Skoðun 15. febrúar 2019

Samgöngur í lag

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það þarf að byggja upp innviði þjóðfélagsins hljómaði úr digurbörkum frambjóðenda fyrir síðustu kosningar. Peningarnir eru til, það þarf bara að forgangsraða.
 
Þessi orðræða hljómaði að heita má á hverjum einasta framboðsfundi og öllum kappræðum sem haldnar voru á ljósvakamiðlunum í aðraganda kosninganna. Samgöngumál voru þar þráfaldlega nefnd, enda vegakerfið orðnar slitrur einar og stórskemmt eftir viðhaldsleysi í fjölda ára. 
 
Nú hefur íslenska þjóðarskútan rétt sig þokkalega af eftir brotsjóinn 2008. Greiddar hafa verið niður skuldir í stórum stíl og stofnanir ríkisins þenjast út eins og risastórir loftbelgir.
 
Í byrjun kreppunnar kom makríllinn syndandi upp í hendurnar á okkur og breyttist í gull og svo voru það blessaðir ferðamennirnir. Peningar hafa flætt um bankakerfi og lífeyrissjóði sem aldrei fyrr enda hafa menn þar á bæjum gott vit á hvernig eigi að komast hjá því að aurarnir staldri nema örstutt augnablik í götóttum vösum hins skítuga almúga. Ef þessir sjóðir ná ekki aurunum þá þurfum við ekkert að örvænta, stjórnendur ríkisins hafa þar haft ráð undir rifi hverju að hrifsa til sín restina. Þeir sem verst eru settir geta að óbreyttu verið öruggir með að hafa það að meðaltali nokkurn veginn jafn skítt og áður. 
 
Já, það var dagsatt hjá öllum frambjóðendunum að peningarnir voru til og eru það enn. Það er hægt að gera eitt og annað, en aðeins ef menn festast ekki í sömu kennisetningunum og komu okkur á hausinn 2008. Almenningur í þessu landi þarf sannarlega ekki að hafa það skítt, þetta er nefnilega bara spurning um forgangsröðun. 
 
Einn þáttur í að efla lífsgæði þjóðarinnar er styrking innviða. Það er nauðsynlegt til að koma okkur upp úr hjólfari gærdagsins. Það hefur sannarlega verið unnið  mjög gott verk í lagningu ljósleiðara úti um landið og nú huga menn að því að flýta lagningu þriggja fasa rafmagns um sveitir landsins.  
 
Þá komum við að þeim þáttum sem alltaf virðast sitja á hakanum, en það er vegakerfið og flugvellirnir. Heilbrigðiskerfið situr ekki endilega á hakanum í þessum efnum. Þar er hins vegar verið að gera hrikaleg og margþætt mistök sem verða okkur dýrkeypt. Það mun því soga upp allt það fjármagn sem þangað er ausið inn um ókomin ár og mun samt ekki duga til. 
 
Við státum af því að hafa laðað hingað milljónir ferðamanna, en það er til lítils ef þeir komast ekki út fyrir girðingu Keflavíkurflugvallar vegna ónýtra og hættulegra vega. Það er borið við peningaskorti og nauðsyn á að plokka enn meira en þá 80 milljarða sem þegar eru kreistir úr vösum allra annarra bíleigenda en rafbílaeigenda. Stjórnmálamenn verða að fara að átta sig á að fólk er búið að fá nóg af þessu rugli. Það er nóg til af peningum  og ágætlega stöðugt innstreymi. Leggjum bara á hilluna næsta áratuginn eða tvo áform um að veita raforkugróða í sjóði fyrir fjárglæframenn til að leika sér með. Breytum í það minnsta einum banka í raunverulegan samfélagsbanka, lækkum vexti stórlega og afnemum verðtryggingu á lánum til almennings. Þannig vinnst tvennt. Klafanum verður létt af almenningi og nægt fé verður til að byggja upp samgöngumannvirki á stuttum tíma.
 
Nú hefur kviknað vonarneisti í þessum efnum. Samgönguráðherra hefur viðrað hugmynd um að Landsvirkjun og bankar verði látnir standa undir uppbyggingu samgöngukerfisins. – Guð láti gott á vita eins og presturinn sagði. 
Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...