Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði á ráðstefnunni í ár er samfélagsleg ábyrgð í sjávarútvegi, skráning hefst í september.

Á ráðstefnunni mun verða farið yfir fjölbreytt efni tengt sjávarútvegi í 16 málstofum og erindi um 70 talsins að sögn forsvarsmanna en dagskráin er þó enn í vinnslu. Rafrænt ráðstefnuhefti verður gefið út í lok október. Sjávarútvegsráðstefnan er stærsti árlegi vettvangur þeirra sem starfa í sjávarútvegi.

Viðfangsefnin nú eru m.a. þessi:

  • Samfélagsleg ábyrgð sjávar­útvegs
  • Þróun í frystitækni
  • Breyttur heimur og áskoranir við markaðssetningu sjávarafurða
  • Verndun hafsvæða – áhrif á sjávarútveg
  • Hvernig löðum við til okkar fólk?
  • Upplýsingagjöf um sjálfbærni: Hvar liggja tækifærin?
  • Hámörkun verðmæta við nýtingu sjávarlífvera: áskoranir og tækifæri
  • Siglum í átt að hringrásarhagkerfi
  • Hverjir borða íslenskan fisk?
  • Umbúðalausnir, staða og þróun
  • Matvæla­ og fæðuöryggi sjávarútvegs
  • Fjölmenning á vinnustað – áskoranir og samfélagsleg
    ábyrgð
  • Verðmætasköpun með notkun myndgreiningartækni
  • Hollar sjávarafurðir og ímynd þeirra
  • Orkuskipti og innviða­ uppbygging

Hvatningarverðlaun Sjávar­útvegsráðstefnunnar og TM verða veitt ungum fyrirtækjum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum fyrir nýbreytni og þróunarverkefni sem þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag sem talið er að muni treysta stoðir íslensks sjávarútvegs, eins og segir í fréttabréfi ráðstefnunnar.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...