Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði á ráðstefnunni í ár er samfélagsleg ábyrgð í sjávarútvegi, skráning hefst í september.

Á ráðstefnunni mun verða farið yfir fjölbreytt efni tengt sjávarútvegi í 16 málstofum og erindi um 70 talsins að sögn forsvarsmanna en dagskráin er þó enn í vinnslu. Rafrænt ráðstefnuhefti verður gefið út í lok október. Sjávarútvegsráðstefnan er stærsti árlegi vettvangur þeirra sem starfa í sjávarútvegi.

Viðfangsefnin nú eru m.a. þessi:

  • Samfélagsleg ábyrgð sjávar­útvegs
  • Þróun í frystitækni
  • Breyttur heimur og áskoranir við markaðssetningu sjávarafurða
  • Verndun hafsvæða – áhrif á sjávarútveg
  • Hvernig löðum við til okkar fólk?
  • Upplýsingagjöf um sjálfbærni: Hvar liggja tækifærin?
  • Hámörkun verðmæta við nýtingu sjávarlífvera: áskoranir og tækifæri
  • Siglum í átt að hringrásarhagkerfi
  • Hverjir borða íslenskan fisk?
  • Umbúðalausnir, staða og þróun
  • Matvæla­ og fæðuöryggi sjávarútvegs
  • Fjölmenning á vinnustað – áskoranir og samfélagsleg
    ábyrgð
  • Verðmætasköpun með notkun myndgreiningartækni
  • Hollar sjávarafurðir og ímynd þeirra
  • Orkuskipti og innviða­ uppbygging

Hvatningarverðlaun Sjávar­útvegsráðstefnunnar og TM verða veitt ungum fyrirtækjum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum fyrir nýbreytni og þróunarverkefni sem þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag sem talið er að muni treysta stoðir íslensks sjávarútvegs, eins og segir í fréttabréfi ráðstefnunnar.

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...