Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði á ráðstefnunni í ár er samfélagsleg ábyrgð í sjávarútvegi, skráning hefst í september.

Á ráðstefnunni mun verða farið yfir fjölbreytt efni tengt sjávarútvegi í 16 málstofum og erindi um 70 talsins að sögn forsvarsmanna en dagskráin er þó enn í vinnslu. Rafrænt ráðstefnuhefti verður gefið út í lok október. Sjávarútvegsráðstefnan er stærsti árlegi vettvangur þeirra sem starfa í sjávarútvegi.

Viðfangsefnin nú eru m.a. þessi:

  • Samfélagsleg ábyrgð sjávar­útvegs
  • Þróun í frystitækni
  • Breyttur heimur og áskoranir við markaðssetningu sjávarafurða
  • Verndun hafsvæða – áhrif á sjávarútveg
  • Hvernig löðum við til okkar fólk?
  • Upplýsingagjöf um sjálfbærni: Hvar liggja tækifærin?
  • Hámörkun verðmæta við nýtingu sjávarlífvera: áskoranir og tækifæri
  • Siglum í átt að hringrásarhagkerfi
  • Hverjir borða íslenskan fisk?
  • Umbúðalausnir, staða og þróun
  • Matvæla­ og fæðuöryggi sjávarútvegs
  • Fjölmenning á vinnustað – áskoranir og samfélagsleg
    ábyrgð
  • Verðmætasköpun með notkun myndgreiningartækni
  • Hollar sjávarafurðir og ímynd þeirra
  • Orkuskipti og innviða­ uppbygging

Hvatningarverðlaun Sjávar­útvegsráðstefnunnar og TM verða veitt ungum fyrirtækjum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum fyrir nýbreytni og þróunarverkefni sem þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag sem talið er að muni treysta stoðir íslensks sjávarútvegs, eins og segir í fréttabréfi ráðstefnunnar.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...