Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Samdráttur í kornræktinni
Mynd / smh
Fréttir 28. maí 2015

Samdráttur í kornræktinni

Höfundur: smh
Allt útlit er fyrir að nokkur samdráttur verði í kornræktinni á Íslandi á þessu ári. 
 
Bændablaðið leitaði til ráðunauta á helstu kornræktarsvæðum landsins og kannaði í gegnum þá hug kornbænda til komandi sumars.
 
Ýmsir áhrifaþættir varðandi ákvörðun um samdrátt
 
Óli Kristinn Ottósson, kúa- og kornbóndi á Eystra-Seljalandi undir Eyjafjöllum, segir að hann ætli verulega að draga saman seglin.  Í fyrra voru 100 hektarar undir kornrækt hjá Óla Kristni en í ár verða þeir ekki nema 16. Nokkrar ástæður eru fyrir samdrættinum, helstar þó að álftir og gæsir hafa verið gríðarlega ágengar á síðustu árum. Svo hafa forsendur fyrir sölu á korni hér innanlands brugðist vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði, að sögn Óla Kristins, þannig að eftir stendur lítið nema tapið. 
 
„Mér finnst svakalega lélegt að við kúabændur séum ekki styrktir til jafns við svínabændur á alla hektarana. Álftin hefur verið stórtækust hér og í fyrra hugsa ég að hún hafi tekið alveg af tíu hekturum hjá mér í restina.“
 
Að sögn Óla Kristins ætla sumir nágranna hans að hætta alveg og enn aðrir minnka töluvert við sig – og rækta í raun kornið bara til að ná hálminum. 
 
Annars staðar á Suðurlandi virðist sömuleiðis ætla að verða einhver samdráttur – sérstaklega vestan Eyjafjalla – og svo í Skagafirði.
 
Almennt eru bændur um hálfum mánuði seinna á ferðinni með sáningu vegna tíðarfars.
 
Sjá nánar um stöðu og horfur á helstu kornræktarsvæðunum á blaðsíðu 28 í nýju tölublaði Bændablaðsins.
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...