Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Samdráttur í kornræktinni
Mynd / smh
Fréttir 28. maí 2015

Samdráttur í kornræktinni

Höfundur: smh
Allt útlit er fyrir að nokkur samdráttur verði í kornræktinni á Íslandi á þessu ári. 
 
Bændablaðið leitaði til ráðunauta á helstu kornræktarsvæðum landsins og kannaði í gegnum þá hug kornbænda til komandi sumars.
 
Ýmsir áhrifaþættir varðandi ákvörðun um samdrátt
 
Óli Kristinn Ottósson, kúa- og kornbóndi á Eystra-Seljalandi undir Eyjafjöllum, segir að hann ætli verulega að draga saman seglin.  Í fyrra voru 100 hektarar undir kornrækt hjá Óla Kristni en í ár verða þeir ekki nema 16. Nokkrar ástæður eru fyrir samdrættinum, helstar þó að álftir og gæsir hafa verið gríðarlega ágengar á síðustu árum. Svo hafa forsendur fyrir sölu á korni hér innanlands brugðist vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði, að sögn Óla Kristins, þannig að eftir stendur lítið nema tapið. 
 
„Mér finnst svakalega lélegt að við kúabændur séum ekki styrktir til jafns við svínabændur á alla hektarana. Álftin hefur verið stórtækust hér og í fyrra hugsa ég að hún hafi tekið alveg af tíu hekturum hjá mér í restina.“
 
Að sögn Óla Kristins ætla sumir nágranna hans að hætta alveg og enn aðrir minnka töluvert við sig – og rækta í raun kornið bara til að ná hálminum. 
 
Annars staðar á Suðurlandi virðist sömuleiðis ætla að verða einhver samdráttur – sérstaklega vestan Eyjafjalla – og svo í Skagafirði.
 
Almennt eru bændur um hálfum mánuði seinna á ferðinni með sáningu vegna tíðarfars.
 
Sjá nánar um stöðu og horfur á helstu kornræktarsvæðunum á blaðsíðu 28 í nýju tölublaði Bændablaðsins.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...