Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Samdrætti spáð í sölu tækja til landbúnaðar á árinu 2015
Fréttir 23. febrúar 2015

Samdrætti spáð í sölu tækja til landbúnaðar á árinu 2015

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Móðurfélagið Deere & Co í Bandaríkjunum, sem er stærsti framleiðandi landbúnaðartækja í heiminum og framleiðir m.a. John Deere-dráttarvélarnar, spáir samdrætti í tækjasölu á árinu 2015. 

Er samdráttarspáin byggð á lækkandi verði á korni sem hefur fallið um 50% og sojabaunum sem fallið hafa í verði um 40%. Er því spáð að meðaltekjur bænda í Bandaríkjunum dragist saman um 14% á milli ára.

Samkvæmt frétt Bloomberg Business spáir samsteypan nú að nettó tekjur verði 1,19 milljarðar dollara sem er talsvert undir þeim 2,19 milljörðum dollara sem er meðaltal í spám 20 sérfræðinga fyrir Bloomberg. Leiddi nýja spáin strax til 3,9% verðfalls hlutabréfa í Deer & Co.

Mestum samdrætti spáð í sölu stórra dráttavéla

Er þar einkum tekið til sölu á stórum og fullkomnum landbúnaðartækjum, eins og 300 hestafla Deere 8R sem er m.a. með sjálfstýringu sem byggir á gervihnattaleiðsögukerfi. Hefur Deere & Co þegar dregið úr afkastagetu sinni og sagt upp hundruðum starfsmanna. Reiknar fyrirtækið með að salan dragist saman um 15% á yfirstandandi ári.  

John Deere söluhæsta tegundin í Bretlandi á annan áratug

Þess má geta að John Deere hefur um 15 ára skeið verið söluhæsta dráttarvélartegundin í Bretlandi og lengst af með um og yfir 30% markaðshlutdeild. Á hæla John Deer hefur komið New Holland og Massey Fergusson hefur verið að fikra sig upp í þriðja sætið þar sem Case IH hefur líka verið mjög öflugt merki. Er þetta gjörólíkt því sem verið hefur á íslenska markaðnum þar sem John Deere-nafnið er sjaldséð í sölutölum en Massey Fergusson söluhæsta tegundin. Á eftir þessum risum á breska markaðnum koma Claas, Kubota, Valtra, Deutz-Fahr, McCormick, Landini og JCB.

Þótt landbúnaðartækjaframleiðsla Deere & Co sé að dragast saman, þá er staðan ekki alvond fyrir samstæðuna á öðrum sviðum. Þannig fer salan á tækjum fyrir byggingageirann vaxandi í takt við batnandi efnahagsástand í Bandaríkjunum.

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...