Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá Sólheimum sem Árni hugsar sér sem ákveðna fyrirmynd.
Frá Sólheimum sem Árni hugsar sér sem ákveðna fyrirmynd.
Mynd / smh
Fréttir 15. janúar 2018

Sambýli í sveitum

Höfundur: smh
Árni Gunnarsson, fyrrverandi bóndi á Reykjum í Skagafirði og núverandi eftirlaunamaður, er með hugmyndir í þá veru að eldri borgurum verði boðin búsetuúrræði í sveit – nánar tiltekið í eins konar sambýlum þar sem rekinn væri tómstundabúskapur. 
 
Árni Gunnarsson fyrrverandi bóndi hefur áhuga á því að stofna félagsskap utan um hugmyndir sínar um ný búsætuúrræði fyrir eldri borgara til sveita.
 
Hann hefur áhuga á að stofna félagsskap utan um hugmyndir sínar og svo þyrfti sá félagsskapur aðstoð frá ríkinu í því að verða honum úti um jarðnæði. Einnig sér hann fyrir sér að aldraðir bændur sem þurfi að yfirgefa jarðir sínar bjóði þær til verkefnisins.
 
Hráar hugmyndir
 
Árni segir að hugmyndirnar séu ennþá svolítið hráar í útfærslu. „Skýringin er einfaldlega sú að þær hafa aldrei fengið neina umræðu og eru kyrrar þar sem þær fæddust – í kollinum á mér.
 
En þær snúast einfaldlega um að komast yfir aðstöðu þar sem eldri borgarar gætu hreiðrað um sig og skipulagt eigin ævikvöld með sem mestri virkni og án skipulegs atbeina einhverra yfirstjórna á vegum ríkis og sveitarfélaga.
 
Með þessu yrði unnt að gera endalokin notaleg og á forsendum hvers og eins eftir því sem aðstæður leyfðu,“ segir Árni.
 
Hægt væri að hugsa um hesta, hunda, hænsni – og stunda garðyrkju á sveitasambýlunum.  Mynd / smh
 
Sólheimar fyrirmynd
 
Að sögn Árna er fyrirmynd að einhverju leyti í Sólheimum í Grímsnesi. Hann sér fyrir sér að ríkið gæti lagt til jarðir í þessi verkefni, en ríkið á jarðir úti um allt land. Það gætu verið eftir atvikum litlar eða stórar jarðir með húsnæði fyrir sjö til tíu einstaklinga. Það sé margt fólk einmana sem gæti vel hugsað sér að búa á stað þar sem hægt væri að hugsa um hesta, hunda, hænsni – og það gæti líka stundað garðyrkju. Eldra fólk hafi í mörgum tilvikum tengsl út í sveitirnar og hafi áhuga á að endurnýja kynnin við sveitalífið; fólk með ágæta hreyfigetu og kollinn í lagi.  
 
Eftirlaunafólki fjölgar 
 
Árni segir ljóst að að óbreyttu muni eftirlaunafólki fjölga verulega á næstu árum ásamt því að flestir leyfi sér að vænta seinkunar á slæmum öldrunareinkennum. „Þetta eykur þrýsting á ný búsetuúrræði. Hvað jarðnæði áhrærir búa aldraðir einyrkjar víða um land sem sjá fram á að þurfa að yfirgefa jarðir sínar og flytjast í þéttbýlið – jafnvel hálfnauðugir. Ekki er útilokað að einhverjir þeirra sjái í þessu tækifæri og bjóði jarðir sínar og aðstöðu til þessa nýja verkefnis og nýta sér þann kost að sitja kyrrir í tengslum við það öryggi sem þessu fylgir. En allt er þetta opið til umræðu og vissulega geta úrræðin orðið fjölbreytt.
 
Við stefnum á að halda kynningar- og umræðufund í byrjun mars og stofna þá samtökin formlega ef áhugi reynist nægur,“ segir Árni.
 
Hann hvetur alla þá sem áhuga hafa á málinu að hringja í síma 8207119 eða hafa samband í gegnum netfangið arnireykur@gmail.com. 
 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...