Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sanngjarnt verðlag á Íslandi með aðhaldi við endursöluaðila.

Ósanngjarnt þætti ef hógvært framleiðsluverð bænda myndi enda sem
sífellt minni hluti af endursöluverðinu vegna álagningar milliliða.

Þó erfitt sé að fullyrða um álagningu heildsala og endursöluaðila er hægt á góðan hátt hægt að fylgjast með fylgni framleiðsluverðs og neysluverðs matvæla og er hughreystandi að sjá hversu mikil fylgnin er þar á milli, bæði í tilfelli verðhækkana og -lækkana.

Allt frá árinu 2015 hafa vísitölur framleiðsluverðs og neysluverðs matvæla haldist mjög þétt að. Ef rýnt er betur í þróun síðastliðins árs sést að sambandið þarna á milli er enn þá sterkt.

Einnig er þess virði að rýna í breytingar á afurðaverði til bænda í samhengi við þróun neysluverðs og framleiðsluverðs.

Ef skoðaðar eru breytingar á milli ára á vísitölu neysluverðs matvæla og framleiðsluverðs matvæla og þær bornar saman við breytingar á afurðaverði til bænda á dilkakjöti, nautgripakjöti og mjólkur, sést að þótt sveiflurnar séu oft og tíðum miklar þá jafna þær sig út og meðalfrávikið er lítið.

Á undanförnum sex árum hefur afurðaverð til bænda í þessum þremur vöruflokkum hækkað að meðaltali um 0,4% umfram vísitölu framleiðsluverðs matvæla og 0,1%
umfram vísitölu neysluverðs matvæla. Það hafa því vissulega komið tímar þar sem endursöluverð hefur hækkað umfram afurðaverð og svo hefur það leiðrétt sig. Sambandið er nokkuð jafnt þegar horft er til lengri tíma og bendir það til þess að samband framleiðsluaðila og endursöluaðila hafi haldist tiltölulega óbreytt á tímabilinu sem um ræðir, þ.e. verð er ekki að hækka né lækka umfram afurðaverð nema til skamms tíma, sem getur þó hlaupið á árum, sem hefur síðan fengið leiðréttingu.

Skylt efni: hagtölur

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...