Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sanngjarnt verðlag á Íslandi með aðhaldi við endursöluaðila.

Ósanngjarnt þætti ef hógvært framleiðsluverð bænda myndi enda sem
sífellt minni hluti af endursöluverðinu vegna álagningar milliliða.

Þó erfitt sé að fullyrða um álagningu heildsala og endursöluaðila er hægt á góðan hátt hægt að fylgjast með fylgni framleiðsluverðs og neysluverðs matvæla og er hughreystandi að sjá hversu mikil fylgnin er þar á milli, bæði í tilfelli verðhækkana og -lækkana.

Allt frá árinu 2015 hafa vísitölur framleiðsluverðs og neysluverðs matvæla haldist mjög þétt að. Ef rýnt er betur í þróun síðastliðins árs sést að sambandið þarna á milli er enn þá sterkt.

Einnig er þess virði að rýna í breytingar á afurðaverði til bænda í samhengi við þróun neysluverðs og framleiðsluverðs.

Ef skoðaðar eru breytingar á milli ára á vísitölu neysluverðs matvæla og framleiðsluverðs matvæla og þær bornar saman við breytingar á afurðaverði til bænda á dilkakjöti, nautgripakjöti og mjólkur, sést að þótt sveiflurnar séu oft og tíðum miklar þá jafna þær sig út og meðalfrávikið er lítið.

Á undanförnum sex árum hefur afurðaverð til bænda í þessum þremur vöruflokkum hækkað að meðaltali um 0,4% umfram vísitölu framleiðsluverðs matvæla og 0,1%
umfram vísitölu neysluverðs matvæla. Það hafa því vissulega komið tímar þar sem endursöluverð hefur hækkað umfram afurðaverð og svo hefur það leiðrétt sig. Sambandið er nokkuð jafnt þegar horft er til lengri tíma og bendir það til þess að samband framleiðsluaðila og endursöluaðila hafi haldist tiltölulega óbreytt á tímabilinu sem um ræðir, þ.e. verð er ekki að hækka né lækka umfram afurðaverð nema til skamms tíma, sem getur þó hlaupið á árum, sem hefur síðan fengið leiðréttingu.

Skylt efni: hagtölur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...