Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sanngjarnt verðlag á Íslandi með aðhaldi við endursöluaðila.

Ósanngjarnt þætti ef hógvært framleiðsluverð bænda myndi enda sem
sífellt minni hluti af endursöluverðinu vegna álagningar milliliða.

Þó erfitt sé að fullyrða um álagningu heildsala og endursöluaðila er hægt á góðan hátt hægt að fylgjast með fylgni framleiðsluverðs og neysluverðs matvæla og er hughreystandi að sjá hversu mikil fylgnin er þar á milli, bæði í tilfelli verðhækkana og -lækkana.

Allt frá árinu 2015 hafa vísitölur framleiðsluverðs og neysluverðs matvæla haldist mjög þétt að. Ef rýnt er betur í þróun síðastliðins árs sést að sambandið þarna á milli er enn þá sterkt.

Einnig er þess virði að rýna í breytingar á afurðaverði til bænda í samhengi við þróun neysluverðs og framleiðsluverðs.

Ef skoðaðar eru breytingar á milli ára á vísitölu neysluverðs matvæla og framleiðsluverðs matvæla og þær bornar saman við breytingar á afurðaverði til bænda á dilkakjöti, nautgripakjöti og mjólkur, sést að þótt sveiflurnar séu oft og tíðum miklar þá jafna þær sig út og meðalfrávikið er lítið.

Á undanförnum sex árum hefur afurðaverð til bænda í þessum þremur vöruflokkum hækkað að meðaltali um 0,4% umfram vísitölu framleiðsluverðs matvæla og 0,1%
umfram vísitölu neysluverðs matvæla. Það hafa því vissulega komið tímar þar sem endursöluverð hefur hækkað umfram afurðaverð og svo hefur það leiðrétt sig. Sambandið er nokkuð jafnt þegar horft er til lengri tíma og bendir það til þess að samband framleiðsluaðila og endursöluaðila hafi haldist tiltölulega óbreytt á tímabilinu sem um ræðir, þ.e. verð er ekki að hækka né lækka umfram afurðaverð nema til skamms tíma, sem getur þó hlaupið á árum, sem hefur síðan fengið leiðréttingu.

Skylt efni: hagtölur

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...