Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kornþresking.
Kornþresking.
Mynd / Odd Stefán
Skoðun 15. ágúst 2019

Saman getum við bætt heiminn

Höfundur: Guðún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, gst@bondi.is

Norræn bændasamtök vinna þétt saman og deila með sér þekkingu og reynslu. Þau halda úti samráðsvettvangi sem heitir NBC, Nordiska Bondeorganisationerns Centralråd, Samtök norrænna bænda.

Samtökin voru stofnuð árið 1934 og byggja því á gömlum merg. Í næstu viku funda fulltrúar Norðurlandanna í NBC hér á Íslandi. Fundir sem þessir eru haldnir á tveggja ára fresti og þar er farið yfir þau mál sem hæst standa í landbúnaði hverju sinni, málefni sem varða framtíð landbúnaðar.

Norðurlöndin eiga margt sameiginlegt þegar kemur að landbúnaði og norrænir bændur geta lært mikið af hver öðrum. Áskoranir í loftslagsmálum og heilbrigðismálum eru stærstu málin sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir og þar leikur landbúnaðurinn stórt hlutverk. Samtökin vilja leita lausna og leiða til að leggja sitt af mörkum til að stefna landbúnaði í  sjálfbærari og umhverfisvænni átt. 

Fólksfjölgun kallar á meiri matvælaframleiðslu

Gríðarleg fólksfjölgun hefur orðið í heiminum síðustu rúma hálfa öldina og henni hefur fylgt aukin neysla matvæla. Undir framleiðsluna er notað æ meira land. En það er ekki nóg með að fólk þurfi meira að borða því á sama tíma hefur nýting matvæla breyst. Miklu er hent, sóað eða spillt. Talið er að þannig sé farið um fjórðung allra matvæla. Krafan um að allt sé til alltaf til staðar og nóg til einkennir neysluþjóðfélög nútímans. Árstíðabundin vara eru að verða orð sem við flettum upp í orðabókum og höfum ekkert hlutlægt að tengja við. Að heyra eldra fólk tala um ilminn af jólaeplunum er upplifun sem er fjarri reynsluheimi nútímamannsins.   

Bændur og stjórnvöld eiga samleið í umhverfis- og loftslagsmálum

Bændur eru lykilaðilar í samstarfi við stjórnvöld í aðgerðum vegna loftslagsmála, svo sem við skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Talsverður hluti lands er í eigu eða umsjón bænda og þar eru einnig tækjabúnaður, þekking og reynsla við framkvæmdirnar. Það er því afar mikilvægt að bændur og stjórnvöld nái góðu og öflugu samstarfi í þessum mótvægisaðgerðum.

Bændum á Norðurlöndunum er umhugað um að viðhalda heilbrigðum búfjárstofnum. Nýting sýklalyfja í landbúnaði á Norðurlöndunum er með því lægsta sem gerist. Heilbrigði búfjár verður til umræðu á fundinum í næstu viku en mikill metnaður er lagður í það á öllum Norðurlöndunum að tryggja góða búfjárheilsu. Hún er grunnurinn að því að framleiða góð og heilnæm matvæli. 

Hvernig löðum við ungt fólk að landbúnaði?

Einnig verður fjallað um það hvernig við gerum landbúnaðinn meira aðlaðandi fyrir ungt fólk. Áskoranir sem fylgja nýliðun í búskap eru vel þekktar víðar en hér. Það er ekki einfalt mál að taka við búi og mörg önnur tækifæri sem ungu fólki bjóðast. Landbúnaðurinn er í harðri samkeppni um vinnuafl við aðrar atvinnugreinar. 

Við ræðum einnig um áskoranir eins og hvernig við komum sem réttustum upplýsingum til neytanda. Í auglýsingaherferðum nútímans og óvæginni umræðu, þar sem öfgarnar eru hrópaðar hvað hæst, er oft erfitt að koma hófstilltum skilaboðum á framfæri. Við þurfum alltaf að minna á gildi uppruna matarins, sýklalyfjanotkun, dýravelferð, lýðheilsu og annað það sem við teljum skipta máli.

Ný loftslagsskýrsla SÞ

Í nýútkominni loftslagsskýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna er fjallað um nauðsyn þess að bæta landnotkun og draga úr kjötneyslu. Þarna eru tillögur og atriði sem landbúnaðurinn þarf að aðlagast og taka tillit til, og það hratt. Bændur framleiða miklu meira og fjölbreyttara fæði en rautt kjöt og í því geta legið ótal tækifæri. Við eigum að leita lausna og leiða til að verða eins sjálfbær og við getum í framleiðslu matvæla með því að setja okkur markmið. En við verðum að hugsa þetta og framkvæma á heildstæðan hátt. Það er ekki nóg að fara fram á það að landbúnaðurinn minnki landnotkun og rop jórturdýra. Við mannfólkið verðum öll að leggjast á eitt. Við getum t.d minnkað kolefnisfótspor með því að matvæli séu flutt sem skemmsta leið frá framleiðslustað til neyslustaðar. Við getum einnig minnkað kolefnisfótspor með því að sóa sem allra minnstu af matvælum. En er eitthvað fleira sem við getum gert?

Loftslagsbreytingarnar eru til komnar vegna athafna okkar mannskepnunnar en sé vilji fyrir hendi er hægt að snúa þeirri þróun við. Það má bara ekki bíða! Við þurfum að finna leiðina út úr neyslumynstrinu sem við  höfum tamið okkur og leitast við að taka skref í rétta átt. Með samstilltu átaki getum við svo ósköp vel hafist handa við að gera hlutina betur með langtímahugsun og breytingu á lífsháttum. Tími eigingirni og græðgi er liðinn.

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...