Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Salmonella hefur núna greinst á tveimur kúabúum á Norðurlandi. Bændurnir á Kvíabóli mega ekki kaupa nautgripi fyrr en búið hefur verið lýst laust við salmonellu.
Salmonella hefur núna greinst á tveimur kúabúum á Norðurlandi. Bændurnir á Kvíabóli mega ekki kaupa nautgripi fyrr en búið hefur verið lýst laust við salmonellu.
Mynd / ál
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á kúabúinu Kvíabóli í Köldukinn í Þingeyjarsveit.

Um er að ræða annað kúabúið á skömmum tíma þar sem salmonellusmit hefur verið staðfest, en í byrjun júni greindist sjúkdómurinn í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit. Á milli bæjanna er rúmlega sextíu kílómetra akstursfjarlægð og er talið líklegt að smitið hafi borist á Kvíaból með kálfum sem keyptir voru úr Fellshlíð í vor.

Fósturlát og skita

„Í framhaldi af því að kálfarnir komu hingað urðu þrjú fósturlát á skömmum tíma,“ segir Haukur Marteinsson, bóndi á Kvíabóli. „Svo kom smá skita hjá kvígum og geldum kúm úr sama hópi, sem við pældum ekki mikið í þar sem veiruskita hefur verið að ganga hérna á Norðurlandi. Við hugsuðum ekki meira um þetta fyrr en þeir hjá MAST hringdu og fóru að spyrja út í möguleg einkenni hjá okkur. Þau sögðu strax að fósturlátin og skitan gætu bent til salmonellu og komu í sýnatöku.

Fyrst var allt neikvætt, meira að segja úr kálfunum úr Fellshlíð. Svo komu þeir aftur og tóku fimmtíu sýni og kom jákvæð greining úr fimmtán geldkúm í afmörkuðum hópi. Það er ekkert staðfest hvernig salmonellan barst hingað, en það eru yfirgnæfandi líkur á hún hafi komið með kálfunum úr Fellshlíð.“

Sjá fram á tekjutap

Að auki við mjólkurframleiðslu er talsverð nautakjötsframleiðsla á Kvíabóli og stendur hún undir fjörutíu prósent veltunnar. „Vandamálið hjá okkur er að við stólum að miklu leyti á að kaupa smákálfa af öðrum bæjum,“ segir Haukur, en vegna dýraverndarsjónarmiða mega bændurnir á Kvíabóli ekki kaupa dýr fyrr en búið hefur verið lýst laust við salmonellu.

„Það verður sýnataka á mánaðarfresti og við þurfum að fá tvær neikvæðar sýnatökur í röð. Ef við lendum í því að það greinist eitt jákvætt sýni bætast alltaf við tveir mánuðir,“ segir Haukur. Takmörkunum getur því verið aflétt í fyrsta lagi í lok ágúst.

Nautin eru alin í tuttugu mánuði og ef þau geta ekki keypt kálfa í lengri tíma segist Haukur sjá fram á tekjutap. „Við höfum þá engin naut til að slátra, nema þau sem fæðast hérna heima,“ segir hann, en að jafnaði senda þau sex til tólf naut í sláturhús í hverjum mánuði.

„Rökin fyrir þessu, sem eru eðlileg af hálfu MAST, eru að við megum ekki flytja heilbrigða gripi inn í salmonellusýkt fjós. Við erum hins vegar mjög hugsi yfir tryggingavernd bænda, því núna erum við með rekstrarstöðvun á nautakjöts-hlutanum, en tapið kemur ekki fram fyrr en eftir tuttugu mánuði.“

Mjólkin skaðlaus

Eins og kom fram í síðasta Bændablaði er ekki hættulegt að drekka gerilsneydda mjólk frá salmonellusýktu kúabúi. Þá eru tekin sýni af öllum gripum sem fara í sláturhús undir eftirliti MAST.

Skylt efni: salmonella

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...