Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Salernismál í forgang
Fréttir 16. ágúst 2016

Salernismál í forgang

Höfundur: Vilmundur Hansen

Önnur áfangaskýrsla af þremur, um uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðamenn sem var unnin fyrir Stjórnstöð ferðamála, er komin út.

Í skýrslunni, sem unnin var af verkfræðistofunni Eflu, var ferðamannastöðum forgangsraðað eftir því hve brýnt er talið að bæta þurfi salernisaðstöðu á viðkomandi stað, kostnaðarmat framkvæmt og áætlaður fjöldi salerna metinn. Til að draga þessar ályktanir var meðal annars horft í fjölda gesta á hverjum ferðamannastað, lengd heimsóknartímabils, staðsetningu og viðkomutíma ferðamanna.

Niðurstöður skýrslunnar sýna meðal annars að auka þarf fjárframlög til uppbyggingar aðstöðu fyrir ferðamenn ef leysa á salernisvandann á næstu tveimur til þremur árum.

Ljóst er að salernisaðstaða á mörgum fjölförnum ferða­mannastöðum er með allt öðrum brag heldur en áður hefur þekkst. Smáar byggingar með fáeinum salernum duga ekki lengur og frekar er þörf á stórum húsum með mörgum salernum.

Afar brýnt þykir að flýta gerð áætlana um hvaða staðir eigi að vera í forgangi með salernismál, bæði hvað varðar stærð og umfang.

Hafa ber í huga að upp­bygging salernisaðstöðu á ferðamannastöðum er háð vilja og samþykki landeiganda og umsjónaraðila.

Skýrsluna í heild má finna á vef verkfræðistofunnar Eflu á slóðinni www.efla.is.

Skylt efni: ferðamál | salerni

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...