Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Salernismál í forgang
Fréttir 16. ágúst 2016

Salernismál í forgang

Höfundur: Vilmundur Hansen

Önnur áfangaskýrsla af þremur, um uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðamenn sem var unnin fyrir Stjórnstöð ferðamála, er komin út.

Í skýrslunni, sem unnin var af verkfræðistofunni Eflu, var ferðamannastöðum forgangsraðað eftir því hve brýnt er talið að bæta þurfi salernisaðstöðu á viðkomandi stað, kostnaðarmat framkvæmt og áætlaður fjöldi salerna metinn. Til að draga þessar ályktanir var meðal annars horft í fjölda gesta á hverjum ferðamannastað, lengd heimsóknartímabils, staðsetningu og viðkomutíma ferðamanna.

Niðurstöður skýrslunnar sýna meðal annars að auka þarf fjárframlög til uppbyggingar aðstöðu fyrir ferðamenn ef leysa á salernisvandann á næstu tveimur til þremur árum.

Ljóst er að salernisaðstaða á mörgum fjölförnum ferða­mannastöðum er með allt öðrum brag heldur en áður hefur þekkst. Smáar byggingar með fáeinum salernum duga ekki lengur og frekar er þörf á stórum húsum með mörgum salernum.

Afar brýnt þykir að flýta gerð áætlana um hvaða staðir eigi að vera í forgangi með salernismál, bæði hvað varðar stærð og umfang.

Hafa ber í huga að upp­bygging salernisaðstöðu á ferðamannastöðum er háð vilja og samþykki landeiganda og umsjónaraðila.

Skýrsluna í heild má finna á vef verkfræðistofunnar Eflu á slóðinni www.efla.is.

Skylt efni: ferðamál | salerni

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...