Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Salatvefjur fyrir hugaða matgæðinga
Matarkrókurinn 7. nóvember 2014

Salatvefjur fyrir hugaða matgæðinga

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Kál- eða salatvefjur eru í uppáhaldi hjá mér og ekki að ástæðulausu. Þær eru auðveldar í matreiðslu, hollar og gaman að borða.

Ef þú vilt prófa ótrúlega einfalda uppskrift er hægt að gera klassískt salatmeðlæti að eigin vali sem er svo  sett í salatblaðið og rúllað upp eða fyllt stökkt salat með ýmsum fyllingum.

Einföld salatvefja

Hráefni:

 • 8 stór stökk salatblöð eða grænkálsblöð
 • 1 rauðlaukur
 • 1 rauð paprika
 • 150 g kjúklingabringa (elduð)
 • 2 matskeiðar ólífuolía
 • salt
 • nýmalaður pipar
 • ögn af Cayenne pipar 
 • 1 msk. sítrónusafi

Aðferð

Þvoið salatið og skerið laukinn í þunnar ræmur. Takið  paprikuna og skerið í tvennt, fræhreinsið hana og skerið í litla teninga eða saxið gróft (allt eftir smekk). Kjúklingabringuna er best að skera í litla bita. Kryddið svo kjötið og blandið við grænmetið. Kreistið sítrónusafa yfir. Raðið meðlætinu á salatlauf eða grænkál og hver bjargar sér sjálfur.

Salatvefja með kóreskri steikarfyllingu

Hráefni:

 • 1 stk. nautasirloinsteik
 • 1 meðalstór rauðlaukur
 • 2 stk. hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
 • 1–2 tsk. ferskur engifer, fínt saxað
 • 4 msk. soja sósa
 • 2 og ½ msk. púðursykur
 • 2 matskeiðar mirin (sem er asísk hrísgrjónasósa) má sleppa
 • 1 tsk. ristuð sesamolía
 • 1 msk. matarolía
 • 2 stk. vorlaukur, saxaðir
 • sesamfræ
 • 1 höfuð icebergsalat eða kínakál
 • Súrsaðar gulrætur
 

Hráefni:

 • 200 g rifnar gulrætur
 • 100 ml vatn
 • 2 msk edik
 • 1 hvítlauksrif, marið
 • 2 msk. sykur
 • 1 tsk. salt

Aðferð

Gott er að setja steikina í frysti í um 10–15 mínútur áður en hún er skorin í þunnar sneiðar. Blandið saman hvítlauk, engifer, sojasósu, púðursykri, mirin og sesamolíu. Látið kjötið marinerast í að minnsta kosti 2 klst.

Fjarlægið steik úr kæli u.þ.b. 20–30 mínútum áður en það á að elda kjötið. Hitið olíu í pönnu yfir miðlungshita. Þegar pannan er  heit, bætið steik og vorlauk í og eldið í um 4–5 mínútur. Bætið í sesamfræjum.

Berið fram á icebergsalati og súrsuðum gulrótum, muldum hnetum eða maíssnakki.

Aðferð: sýrðar gulrætur

Hitið vatn í litlum potti yfir miðlungshita, bætið ediki, hvítlauk, salti og sykri út í. Fjarlægja úr hita og hellið yfir rifnar gulrætur. Kælið í krukku. Gulræturnar munu endast í nokkrar vikur.

 

Gómsætar gellur á stökku salatblaði

Fyrir 3–4

Hráefni:

 • 300 g ferskar gellur
 • 2 msk. steinselja, söxuð smátt
 • ½ meðalstór gulrót
 • ¼ stk. paprika, rauð
 • ¼ stk. paprika, gul
 • estragon á hnífsoddi

Aðferð

Veltið gellunum upp úr hveiti og steikið upp úr smjöri.

Kryddið með salti og pipar og estragon. Fínsaxið grænmetið og steikið í örlitla stund. Framreiðið með meðlæti að eigin vali ofan á stökkt salatblað.

 

3 myndir:

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...