Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sala og dreifing á olíu til bænda
Lesendarýni 4. apríl 2016

Sala og dreifing á olíu til bænda

Höfundur: Sigurður Orri Jónsson
Eldsneytisverð skiptir okkur öll máli, hvar svo sem við búum. Við verðmyndun eldsneytis er tekið tillit til ótalmargra þátta, eins og flestum er ljóst. Þar má nefna birgðahald olíufélaganna, dreifingu eldsneytis til kaupenda, auk kostnaðar við vinnslu þess og flutning til landsins að ógleymdum sköttum og öðrum gjöldum til hins opinbera.
 
Sigurður Orri Jónsson.
Kostnaður við dreifingu eldsneytis hérlendis er töluverður, sérstaklega um hinar dreifðu byggðir landsins og þar sem fjarlægð frá birgðastöðum olíufélaganna skiptir miklu máli. Þennan kostnað má lækka með hagræðingaraðgerðum og breyttu verklagi olíufélaganna en til þessa hefur skort á vilja til þess.
 
Á nokkrum svæðum á landsbyggðinni er markaðshlutdeild Skeljungs frekar lítil en kostnaðurinn við að þjóna viðskiptavinunum umtalsverður. Áðurnefnd fjarlægð frá birgðastöðum er þar mikilvægur þáttur enda kostnaðarsamt að flytja tiltölulega lítið magn af eldsneyti um langan veg til að fylla á olíutanka bænda. Þetta á einkum við um viðskiptavini félagsins á þremur svæðum landsins, bændur í Norðurþingi, Öræfasveit og Húnavatnssýslum.
 
Við hjá Skeljungi höfum í nokkurn tíma leitað leiða til þess að breyta verklagi og lækka dreifingarkostnaðinn. Það er illmögulegt til lengdar fyrir félagið að bera þann kostnað sem óneitanlega fylgir því að halda uppi óbreyttri þjónustu sem fellst í því að aka, jafnvel hundruð kílómetra, til þess að fylla á einn olíutank. 
 
Skeljungur hefur hvorki viljað skerða þjónustuna við þessa viðskiptavini sína né innleiða afgreiðslugjöld af einhverju tagi. Eina raunhæfa leiðin til að ná hagræðingu í dreifingunni og viðhalda sama þjónustustigi við bændur á þessum svæðum er að leita til þriðja aðila um dreifingu olíunnar. Við höfum óskað eftir því að kaupa þjónustu Olíudreifingar ehf. og fela fyrirtækinu að dreifa olíu til þessa viðskiptavina okkar. Ekkert svar hefur borist frá Olíudreifingu þrátt fyrir ítrekaðar óskir okkar.
 
Meginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti. Samkvæmt þessari skilgreiningu er sérkennilegt að fyrirtækið sjái ekki ástæðu til þess að svara erindum Skeljungs. Ef til vill skiptir eignarhaldið máli í þessu sambandi en Olíudreifing er í eigu N1 og Olís. Því er ekki úr vegi að vitna í frumniðurstöður markaðsrannsóknar Samkeppniseftirlitsins á eldsneytismarkaðnum sem kynntar voru á dögunum. Þar er meðal annars bent á að vísbendingar séu um að fe´lo¨g hafi ny´tt se´r birgðary´mi a´ tilteknum sto¨ðum til þess að hindra innkomu keppinauta. 
 
Það er hægt að hagræða töluvert á eldsneytismarkaðnum með breyttum áherslum hvað birgðahald og dreifingu varðar. En miðað við óbreytt ástand sér Skeljungur ekki fram á annað en að hætta olíudreifingu heim til bænda í Norðurþingi, Öræfasveit og Húnavatnssýslum. Þeim hefur þegar verið tilkynnt um þessa ákvörðun.
 
Sigurður Orri Jónsson,
framkvæmdastjóri
fyrirtækjasviðs Skeljungs.
Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...