Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kjúklingabú í Evrópu. Kjúklingaeldið á Íslandi er nánast kampýlóbakter-laust og mælist undir 5% en hefur mælst 75% í verslunum í Bretlandi og víðar í Evrópu. Innflutningur á fersku kjöti og sérstaklega kjúklingum er líklegur til að fjölga kampýlóbakter-ti
Kjúklingabú í Evrópu. Kjúklingaeldið á Íslandi er nánast kampýlóbakter-laust og mælist undir 5% en hefur mælst 75% í verslunum í Bretlandi og víðar í Evrópu. Innflutningur á fersku kjöti og sérstaklega kjúklingum er líklegur til að fjölga kampýlóbakter-ti
Fréttir 30. nóvember 2017

Sala á sýklalyfjum töluvert minni á Íslandi, Noregi og Svíþjóð en í öðrum Evrópulöndum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið út skýrslu með ítarlegri samantekt um sölu sýklalyfja fyrir dýr í 30 Evrópulöndum fyrir árið 2015. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að það hefur dregið úr heildarsölu sýklalyfja í Evrópu milli áranna 2011 og 2015, eða um 13%, þótt heildarsala sé breytileg milli landa.

Samkvæmt skýrslunni kemur Ísland vel út þegar kemur að magni sýklalyfja fyrir dýr. Notkunin hér á landi er með því minnsta sem gerist og nánast eru eingöngu notuð stungulyf til einstaklingsmeðferðar og notkun á sýklalyfjum til hópmeðferða nánast óþekkt. Sala á sýklalyfjum, sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur mikilvægt að séu síðasta úrræðið við meðhöndlun erfiðra sýkinga í mönnum og ætti einungis að nota þau sem síðasta val við meðhöndlun á dýrum, er mjög lítil hér á landi.


Hlutfall seldra sýklalyfja í töfluformi hefur aukist hérlendis frá árinu 2011.

Sala hefur dregist saman

Í skýrslunni segir að 25 af 30 löndum hafa skilað inn gögnum frá árinu 2011 og í 15 þeirra hefur sala sýklalyfja dregist saman um að minnsta kosti 5% en í 8 þeirra hefur sala aukist um meira en 5%. Þessi breytileiki milli landa getur stafað m.a. af mismunandi samsetningu í fjölda dýra, mismun í dýrahaldi, sjúkdómsstöðu og fleiru.

Leiðréttur samanburður

Á heimasíðu Matvælastofnunar segir að til að gera samanburð á milli landa mögulegan hafa magntölur í skýrslunni verið leiðréttar með tilliti til fjölda dýra í hverju landi. Þegar bornar eru saman tölur milli landa má sjá að Noregur, Ísland og Svíþjóð eru enn með töluvert minni sölu sýklalyfja en önnur Evrópulönd.

Grikkland, sem skilaði inn gögnum í fyrsta skipti fyrir árið 2015, er með mestu söluna en Spánn, Ítalía og Ungverjaland koma þar á eftir.

Þegar skoðuð er samanlögð heildarsala í öllum Evrópulöndum út frá lyfjaflokkum var mest selt af tetracyclin samböndum, pensillínum og súlfonamíðum, eða tæp 70% samanlagt. Á Norðurlöndunum er hlutfallslega meira selt af pensillín sýklalyfjum en annars staðar og eru beta-laktamasanæm pensillín þar í meirihluta.

Skoða þarf notkun mikilvægra sýklalyfja

Í skýrslunni er lögð áhersla á að skoða þurfi notkun mikilvægra sýklalyfja sem eru í mesta forgangi á lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunar­innar (WHO). Lyf í þessum flokkum eru mikilvæg sem síðasta úrræðið við meðhöndlun erfiðra sýkinga í mönnum, þegar önnur sýklalyf virka ekki, og ætti einungis að nota þau sem síðasta val við meðhöndlun á dýrum.

Ísland kemur vel út í því samhengi en engin sala er á makrólíðum, linkósamíðum, kínólónum og pólímýxin sýklalyfjum og mjög lítil sala er á þriðju og fjórðu kynslóða cefalósporínum.

Auk þess að skoða heildarsölu út frá flokkum sýklalyfja var salan einnig skoðuð út frá því á hvaða formi lyfið er, sem gefur vísbendingar um hvort um einstaklings- eða hópmeðhöndlun sé að ræða. Þar má sjá að 91,1% af samanlagðri heildarsölu í þessum 30 Evrópulöndum var á lyfjaformum sem er algengt að nota í hópmeðhöndlun og gefin eru með fóðri eða drykkjarvatni.

Nánast eingöngu einstaklingsmeðhöndlun á Íslandi

Breytileiki milli landa var mikill hvað þetta varðar og er Ísland þar með gjörólíkar tölur en 84% af seldum sýklalyfjum hér á landi eru í formi stungulyfja, sem eru nánast eingöngu notuð við einstaklingsmeðhöndlun. Hafa ber í huga að sölutölur fyrir sýklalyf á töfluformi eru ekki talin með þar sem gert er ráð fyrir að þau séu nánast eingöngu notuð við meðhöndlun gæludýra en ekki búfjár. Í upphafi skýrslunnar er hlutfall sýklalyfja á töfluformi í heildarsölu sýklalyfja skoðað og sést þá að sýklalyf á töfluformi eru aðeins 0,7% af heildarmagni seldra sýklalyfja í Evrópu árið 2015.

5,2 % sýklalyfja í töfluformi á Íslandi

Ísland, Finnland, Lúxemborg, Noregur, Slóvenía og Svíþjóð skera sig þó úr þar sem hlutfall seldra sýklalyfja á töfluformi er þar meira, eða allt frá 5,2% á Íslandi og upp í 13,6% í Finnlandi. Hlutfall seldra sýklalyfja á töfluformi hefur smátt og smátt aukist hérlendis frá árinu 2011. Til viðbótar við notkun í gæludýr hérlendis eru sýklalyf á töfluformi notuð á vorin í sauðburði vegna slefsýki hjá lömbum.

Vísbending um þróun á vá

Skýrsla þessi er mikilvæg vísbending um þróun á notkun sýklalyfja í Evrópulöndum enda er notkun sýklalyfja mikill áhrifavaldur á þróun sýklalyfjaónæmis, sem er talin vera ein alvarlegasta heilbrigðisvá fyrir menn og dýr.

Jákvætt er að sala á sýklalyfja í Evrópu heldur áfram að dragast saman og að leiðbeiningar og upplýsingaherferðir, hvort sem er landsbundin, í Evrópu eða alþjóðleg, virðast bera árangur.

Evrópusambandið gaf árið 2015 út leiðbeiningar um skynsama notkun á sýklalyfjum fyrir dýr og Lyfjastofnun Evrópu í samstarfi við Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) birtu árið 2016 vísindaálit yfir aðferðir til að draga úr þörf á notkun sýklalyfja í dýrum byggt á „reduce-rethink-replace“ nálguninni. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...