Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á markaðinn bárust 29 umsóknir um sölu á 3.557 ærgildum og rann allt til framleiðenda í forgangshópi.
Á markaðinn bárust 29 umsóknir um sölu á 3.557 ærgildum og rann allt til framleiðenda í forgangshópi.
Mynd / smh
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bárust 136 umsóknir um kaup á greiðslumarki, á samtals 35.638 ærgildum.

Á markaðinn bárust 29 umsóknir um sölu á 3.557 ærgildum. Innlausnarverð ársins jafngildir beingreiðslum næstu tveggja ára og er 10.531 kr. á ærgildi. Sama verð gildir fyrir kaup og sölu. Á sama tíma á síðasta ári bárust 226 umsóknir um kaup og 22 umsóknir um sölu. Þá var innlausnarverðið 11.004 kr. á ærgildið.

Úthlutað er samkvæmt forgangsreglum um opinberan stuðning við sauðfjárrækt. Í þeim segir að framleiðendur sem eiga 100 kindur eða fleiri og eru með ásetningshlutfallið 1,0 eða hærra skulu hafa forgang að 100% þess greiðslumarks sem er í boði á markaði, þar af 60% til þeirra sem eiga 200 kindur eða fleiri og hafa ásetningshlutfallið 1,6 eða hærra.

Það skiptist hlutfallslega milli aðila sem hljóta forgang í samræmi við það magn sem þeir óskuðu eftir að kaupa. Hver framleiðandi getur ekki óskað eftir ærgildum umfram þau sem tryggja honum óskertar beingreiðslur í samræmi við fjárfjölda og ásetningshlutfall. Það greiðslumark sem ekki er úthlutað til framleiðenda í forgangshópi skal boðið öðrum umsækjendum.

Af 136 umsækjendum alls töldust 106 til forgangshóps og 30 til almenns hóps. Allt það greiðslumark sem var til ráðstöfunar rann til forgangshóps.

Við endurskoðun á búvörusamningum árið 2019 var sett inn ákvæði í sauðfjársamninginn um innlausnarmarkaðinn til að jafna stöðu bænda innan greinarinnar.

Í reglugerð segir að handhafi greiðslumarks geti óskað eftir innlausn á greiðslumarki. Innlausnarverð er núvirt andvirði beingreiðslna næstu tveggja almanaksára. Bjóða skal til sölu það greiðslumark sem er innleyst á innlausnarverði. Miðað er við stýrivexti Seðlabanka Íslands 1. janúar ár hvert og greiðslur frá þeim tíma.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...