Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Safngestir vel á fjórða þúsund
Fréttir 1. júní 2016

Safngestir vel á fjórða þúsund

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Á síðasta ári komu um 3.400 gestir í Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og hefur gestum fjölgað um 13% frá árinu 2014 þegar safngestir voru um 3.000. 
 
Meirihluti þeirra voru erlendir gestir og komu flestir á eigin vegum en hópum hefur einnig fjölgað. Þetta kemur fram í ársskýrslu Heimilisiðnaðarsafnsins sem birt er á vef safnsins.
 
Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir verulega fjárhagserfiðleika í árslok 2014 hafi náðst að skila örlitlum hagnaði á síðasta ári en reksturinn sé þó í járnum. Framlag sveitarfélaganna hækkaði um 50 þúsund krónur á milli ára og framlag Safnasjóðs hækkaði um 450 þúsund. Fyrir utan 1 milljón króna í rekstrarstyrk sem úthlutað er til allra viðurkenndra safna af Safnasjóði, fengust 1,3 milljónir í verkefnastyrki. Þá nema aðrir styrkir samtals 950 þúsundum og ber þar hæst styrkir frá Uppbyggingarsjóði vegna ýmissa viðburða, en einnig veitti Kvenfélagið Vaka á Blönduósi safninu styrk að upphæð 100 þúsund krónur. 
Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...