Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Safngestir vel á fjórða þúsund
Fréttir 1. júní 2016

Safngestir vel á fjórða þúsund

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Á síðasta ári komu um 3.400 gestir í Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og hefur gestum fjölgað um 13% frá árinu 2014 þegar safngestir voru um 3.000. 
 
Meirihluti þeirra voru erlendir gestir og komu flestir á eigin vegum en hópum hefur einnig fjölgað. Þetta kemur fram í ársskýrslu Heimilisiðnaðarsafnsins sem birt er á vef safnsins.
 
Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir verulega fjárhagserfiðleika í árslok 2014 hafi náðst að skila örlitlum hagnaði á síðasta ári en reksturinn sé þó í járnum. Framlag sveitarfélaganna hækkaði um 50 þúsund krónur á milli ára og framlag Safnasjóðs hækkaði um 450 þúsund. Fyrir utan 1 milljón króna í rekstrarstyrk sem úthlutað er til allra viðurkenndra safna af Safnasjóði, fengust 1,3 milljónir í verkefnastyrki. Þá nema aðrir styrkir samtals 950 þúsundum og ber þar hæst styrkir frá Uppbyggingarsjóði vegna ýmissa viðburða, en einnig veitti Kvenfélagið Vaka á Blönduósi safninu styrk að upphæð 100 þúsund krónur. 
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...