Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sækjum fram í vöruþróun og framsetningu - Upptökur af Hellufundi
Mynd / TB
Fréttir 17. janúar 2018

Sækjum fram í vöruþróun og framsetningu - Upptökur af Hellufundi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Á þrettándanum var haldinn fjölmennur fundur í íþróttahúsinu á Hellu þar sem fundarefnið var markaðsmál kindakjöts. Um 370 gestir mættu til fundarins og hlýddu á erindi um markaðssetningu á lambakjöti og gæddu sér í kjölfarið á fjölbreyttum lambakjötsréttum.

Frummælendur voru þeir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, Jón Örn Stefánsson í Kjötkompaníi og Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda ávarpaði fundinn og sagði meðal annars að skoða þyrfti verðmyndunarferli lambakjöts niður í kjölinn og nýta alla hagræðingarmöguleika, "... og kannski helst af öllu; sækja fram hvað varðar vöruþróun og framsetningu. Við þurfum stöðugt að minna okkur á að hlusta eftir þörfum og vilja neytenda og haga okkar framleiðslu í takt við það," sagði Oddný Steina.

Fundurinn var haldinn að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns og sauðfjárbændanna Jóns Bjarnasonar í Skipholti og Erlends Ingvarssonar í Skarði. Styrktaraðilar og aðstoð við framkvæmd veittu IKEA, Kjötkompaní, Markaðsráð kindakjöts, Bændablaðið, Sláturfélag Suðurlands og Norðlenska.

Erindin voru tekin upp og eru aðgengileg hér undir.


 

 

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...