Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sæferðir munu reka Breiðafjarðarferjuna Baldur samkvæmt nýjum samningi við Vegagerðina.
Sæferðir munu reka Breiðafjarðarferjuna Baldur samkvæmt nýjum samningi við Vegagerðina.
Mynd / Aðsend
Fréttir 13. desember 2023

Sæferðir reka Baldur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sæferðir hafa tekið að sér rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs og hóf nýr Baldur áætlunarsiglingar um Breiðafjörð um miðjan mánuð.

Í lok október var undirritaður samningur milli Vegagerðarinnar og Sæferða um rekstur ferjunnar.

Höfðu Sæferðir sinnt þjónustu við Flatey á Breiðafirði með skipinu Særúnu uns Baldur var tilbúinn, en hann var í slipp í Hafnarfirði um tíma þar sem gera þurfti breytingar á skipinu vegna væntanlegra ferjusiglinga. Segir í tilkynningu að settur hafi verið í skipið nýr þilfarskrani, landfestuvindur, björgunarbátar verið færðir, geymslusvæði útbúið á þilfari og skipið verið málað. Einnig hafi verið unnið að almennu viðhaldi véla og búnaðar.

„Þetta er búið að vera langt og strangt ferli að endurnýja Baldur,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar við undir- ritun samningsins. „En það hefur tekist mjög vel til. Við erum ánægð með nýja skipið og endurbæturnar sem gerðar hafa verið og væntum mikils af því.

Við gerum okkur vonir um að siglingar Baldurs á Breiðafirði reynist farsælar,“ sagði Bergþóra.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f