Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sæferðir munu reka Breiðafjarðarferjuna Baldur samkvæmt nýjum samningi við Vegagerðina.
Sæferðir munu reka Breiðafjarðarferjuna Baldur samkvæmt nýjum samningi við Vegagerðina.
Mynd / Aðsend
Fréttir 13. desember 2023

Sæferðir reka Baldur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sæferðir hafa tekið að sér rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs og hóf nýr Baldur áætlunarsiglingar um Breiðafjörð um miðjan mánuð.

Í lok október var undirritaður samningur milli Vegagerðarinnar og Sæferða um rekstur ferjunnar.

Höfðu Sæferðir sinnt þjónustu við Flatey á Breiðafirði með skipinu Særúnu uns Baldur var tilbúinn, en hann var í slipp í Hafnarfirði um tíma þar sem gera þurfti breytingar á skipinu vegna væntanlegra ferjusiglinga. Segir í tilkynningu að settur hafi verið í skipið nýr þilfarskrani, landfestuvindur, björgunarbátar verið færðir, geymslusvæði útbúið á þilfari og skipið verið málað. Einnig hafi verið unnið að almennu viðhaldi véla og búnaðar.

„Þetta er búið að vera langt og strangt ferli að endurnýja Baldur,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar við undir- ritun samningsins. „En það hefur tekist mjög vel til. Við erum ánægð með nýja skipið og endurbæturnar sem gerðar hafa verið og væntum mikils af því.

Við gerum okkur vonir um að siglingar Baldurs á Breiðafirði reynist farsælar,“ sagði Bergþóra.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...