Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sæðisfrumum fækkar
Fréttir 16. nóvember 2018

Sæðisfrumum fækkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talning á sæðisfrumum hjá karl­kynsbjöllum sýnir að frumunum fækkar við hækkandi hita og að margar karlkyns bjöllur verða ófrjóar við hitabylgjur.

Vísindamenn sem láta sig frjósemi karlkyns bjalla varða segja að ófrjósemi karlbjalla eigi eftir að aukast með hækkandi lofthita á jörðinni. Bjöllum í heiminum er skipt í um 400 þúsund ólíkar tegundir. Þrátt fyrir að fjöldi bjalla í heiminum sé enn mikill hefur þeim fækkað gríðarlega undanfarna áratugi. 

Rannsóknir sýna einnig að fjöldi sáðfruma hjá spendýrum eins og mönnum, nautgripum og sauðfé fækkar einnig við hækkandi hita. Talning á sáðfrumum manna sýna að í mörgum löndum hefur fjöldi þeirra dregist saman um helming á síðustu 50 árum og ófrjósemi aukist.

Í sjálfu sér þarf aukin ófrjósemi mannkyns ekki að vera af hinu slæma á tímum offjölgunar. Verra er aftur á móti með bjöllurnar þar sem þær eru nauðsynlegur hlekkur í hringrás náttúrunnar. 

Skylt efni: hlýnun jarðar | bjöllur

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...