Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Samkvæmt tillögum sérfræðingahóps sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði 16. maí munu sæðingar árið 2023 á vegum sauðfjársæðingastöðvanna á Suðurlandi og Vesturlandi verða niðurgreiddar ef sætt er með hrútum sem bera verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðuveiki skv. útgefinni hrútaskrá 2023-24. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Þeir bændur sem skrá sæðingar í Fjárvís ekki síðar en 8. janúar 2024 munu þannig fá styrk í samræmi við fjölda sæðinga á búin með hrútum sem bera verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðuveiki.

Styrkurinn er föst fjárhæð á hverja sæðingu og er kr. 1.030 ef um er að ræða hrúta sem bera verndandi arfgerð og kr. 515 á hverja sæðingu ef um er að ræða hrúta sem bera mögulega verndandi arfgerðir. Sami styrkur mun verða greiddur hvort sem hrúturinn er arfhreinn eða arfblendinn og verður greitt í gegnum Afurð.

Dreifing, sala og innheimta fyrir sæði verður óbreytt frá fyrra fyrirkomulagi, skv. tilkynningunni.

Skylt efni: sauðfjársæðingar

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...