Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Samkvæmt tillögum sérfræðingahóps sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði 16. maí munu sæðingar árið 2023 á vegum sauðfjársæðingastöðvanna á Suðurlandi og Vesturlandi verða niðurgreiddar ef sætt er með hrútum sem bera verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðuveiki skv. útgefinni hrútaskrá 2023-24. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Þeir bændur sem skrá sæðingar í Fjárvís ekki síðar en 8. janúar 2024 munu þannig fá styrk í samræmi við fjölda sæðinga á búin með hrútum sem bera verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðuveiki.

Styrkurinn er föst fjárhæð á hverja sæðingu og er kr. 1.030 ef um er að ræða hrúta sem bera verndandi arfgerð og kr. 515 á hverja sæðingu ef um er að ræða hrúta sem bera mögulega verndandi arfgerðir. Sami styrkur mun verða greiddur hvort sem hrúturinn er arfhreinn eða arfblendinn og verður greitt í gegnum Afurð.

Dreifing, sala og innheimta fyrir sæði verður óbreytt frá fyrra fyrirkomulagi, skv. tilkynningunni.

Skylt efni: sauðfjársæðingar

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...