Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rússneskur landbúnaður í miklum uppbyggingarfasa
Fréttir 26. október 2018

Rússneskur landbúnaður í miklum uppbyggingarfasa

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt vefsíðu AgriForum, verða kynntar fyrir árslok yfir 17 milljarða rúblna fjárfestingar í landbúnaði í Stavropol-héraði í Rússlandi. 
 
Er þetta haft eftir svæðisstjóranum Vladimir Vladimirov  á fundi í Mineralny Voda þann 9. október. Þar hélt hann fund með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, um landbúnaðarmál. 
 
Rússar settu í gang afar metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu í landbúnaði í kjölfar viðskiptabanns ESB og Bandaríkjanna eftir yfirtöku Rússa á Krímskaga. Pútín forseti gaf þá út yfirlýsingu um að Rússar yrðu orðnir sjálfum sér nægir um landbúnaðarvörur fyrir árslok 2020. Þessu marki hafa þeir þegar náð á nokkrum sviðum landbúnaðarframleiðslunnar með tilheyrandi samdrætti í innflutningi sem áður kom m.a. frá ESB-ríkjum. 
 
 
Sagði Vladimirov að á meðal verkefna sem rætt hafi verið um væru margháttuð ný verkefni. Þar á meðal væri bygging á geymslumiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, bygging gróðurhúsa, kornvinnsla, bygging á húsum fyrir búfé og uppsetning á sérstökum eplagarði. 
 
Þegar á þessu ári verður fjórum verkefnum lokið sem kosta nærri 2 milljörðum rúblna. 
 
Vladimirov benti á að Stavropol-svæðið væri brauðkarfa Rússlands. Nauðsynlegt væri að styrkja sögulega stöðu þess í tengslum við áætlanir yfirvalda um sjálfbærni landsins. Þá sagði hann að fjölmörg önnur landbúnaðarverkefni væru þegar í gangi, m.a. í mjólkur- og kjötframleiðslu í tengslum við átak í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 
 
Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara