Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Chetra T40 er stærsta jarðýtan sem framleidd er í Rússlandi og er tæp 65 tonn að þyngd.
Chetra T40 er stærsta jarðýtan sem framleidd er í Rússlandi og er tæp 65 tonn að þyngd.
Á faglegum nótum 28. maí 2019

Rússar vel gjaldgengir í framleiðslu á jarðýtum

Rússar framleiða kannski ekki stærstu jarðýtur í heimi, en samt alveg þokkalegar vélar eins og Chetra T40 sem er þeirra stærsta ýta. 
 
Rússar selja Chetra til meira en 30 landa í Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum, Suðaustur-Asíu og á heimamarkaði í Rússlandi og í Úkraínu, Kasakstan, Kyrgyzstan og í Úsbekistan.
 
Chetra er einn af stærstu framleiðendunum í Rússlandi í smíði stórra vinnuvéla. Framleiðir fyrirtækið níu gerðir af jarðýtum frá 150 og upp í 590 hestöfl. Minnsta ýtan er Chetra T6, sem er 9,4 tonn að þyngd.
 
Vökvakerfið kemur frá evrópskum og amerískum framleiðendum. Vökvaskiptur gírkassi léttir mönnum líka störfin svo ekki þarf nein vöðvastælt heljarmenni til að stjórna þessum gripum. Miðað er við að vélarnar séu líka auðveldar í viðhaldi og einfalt að gera við þær. 
 
Vegur nær 65 tonn
 
Chetra T40 vegur 64.600 kg með tönn og ripper. Jarðvegsþrýstingur á hefðbundnum 71 sentímetra breiðum beltum er 1,17 kg á fersentímetra sem er heldur minna en Chetra T25 sem er 16 tonnum léttari vél, en hún er líka á 10 sentímetra mjórri beltum. 
 
Chetra T40 er með Cummins QSK19-C650 mótor sem skilar 435 kílówöttum (kW), eða 590 hestöflum. 
Lengdin á vélinni er 6.050 millimetrar (6,05 metrar) og breiddin er 3.296 mm, eða 3,2 metrar. Hæðin er 4.250 mm.
 
Pólverjar með svipaða vél
 
Mjög sambærileg jarðýta í stærð og gerð er Dressta TD-40E Extra frá fyrirtækinu Liugong Dressta Machinery, sem framleiddar eru í Stalowa Wola verksmiðjunum í Póllandi. Tæki frá þessu fyrirtæki eru seld í Mið-Evrópu undir nafninu Huta Stalowa Wola (HSW). Dressta TD-40E er einnig með Cummins mótor, en heldur kraftminni, eða 515 hestöfl.  Hún er samt örlítið stærri en sú rússneska, eða 67,7 tonn og telst vera fimmta stærsta jarðýta í heimi. 
 
Þótt Rússar framleiði þokkalega stórar jarðýtur, þá er samt ekkert sem slær út Komatsu D475D-5E0 frá Japan. Hún er meira en tvöfalt þyngri og kraftmeiri en stærsta ýta Rússa. 
 
Til samanburðar er stærsta ýta heims hin japanska Komatsu D575A-3SD, nær 152 tonn að þyngd og með 1.150 hestafla vél. Hin rússneska Chetra T40 nær því ekki að vera hálfdrættingur á við þennann risa frá Komatsu, hvorki í þyngd né afli.
 
Stærsta ýta Bandaríkjamanna er Caterpillar D11R, sem er tæp 113 tonn og með 935 hestafla mótor.
 

Skylt efni: jarðýtur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...