Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rússar auka kjötneyslu
Fréttir 10. ágúst 2017

Rússar auka kjötneyslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Neysla á kjöti í Rússlandi hefur aukist um tvö kíló á mann á þessu ári miðaða við árið 2016 og er í dag 75,2 kíló. Einungis 3% Rússa líta á sig sem grænmetisætur.

Kjötneysla í Rússalandi hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2000. Aldamótaárið var neyslan 43,5 kíló á mann en er í dag 75,2 kíló. Neysla á svínakjöti hefur tvöfaldast frá aldamótum til dagsins í dag og er nú tæp 26 kíló á mann.

Mikil aukning í neyslu kjúklingakjöts

Neysla á nautakjöti dregst lítillega saman milli áranna 2016 og 2017 en neysla á lambakjöti hefur aftur á móti staðið í stað og er ríflega tvö kíló á mann.

Neysla á alifuglakjöti hefur aukist úr 30 kílóum á mann árið 2013 í 33,7 kíló 2017.

Tryggir neytendur kjöts

Verð á svínakjöti lækkaði um 8 til 10% á síðasta ári en verð á fuglakjöti hefur að mestu staðið í stað og er kjúklingakjöt ódýrasta kjötið á markaði í Rússlandi um þessar mundir. Verð á nautakjöti hefur aftur á móti hækka um 4 til 6% milli ári.

Talið er að verð á svínakjöti eigi eftir að lækka enn frekar í Rússlandi á næstu árum og eftirspurn að aukast samhliða því.

Nýleg könnun í Rússlandi sýnir að Rússar eru tryggar kjötætur og að einungis 3% þjóðarinnar líta á sig sem grænmetisætur. Könnunin sýndi einnig að með minnkandi kaupmætti sýndu neytendur til­hneigingu til að kaupa ódýrara kjöt, sérstaklega ódýrt fuglakjöt.

Skylt efni: Kjöt | Kjötneysla | Rússland

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...