Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rússar auka kjötneyslu
Fréttir 10. ágúst 2017

Rússar auka kjötneyslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Neysla á kjöti í Rússlandi hefur aukist um tvö kíló á mann á þessu ári miðaða við árið 2016 og er í dag 75,2 kíló. Einungis 3% Rússa líta á sig sem grænmetisætur.

Kjötneysla í Rússalandi hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2000. Aldamótaárið var neyslan 43,5 kíló á mann en er í dag 75,2 kíló. Neysla á svínakjöti hefur tvöfaldast frá aldamótum til dagsins í dag og er nú tæp 26 kíló á mann.

Mikil aukning í neyslu kjúklingakjöts

Neysla á nautakjöti dregst lítillega saman milli áranna 2016 og 2017 en neysla á lambakjöti hefur aftur á móti staðið í stað og er ríflega tvö kíló á mann.

Neysla á alifuglakjöti hefur aukist úr 30 kílóum á mann árið 2013 í 33,7 kíló 2017.

Tryggir neytendur kjöts

Verð á svínakjöti lækkaði um 8 til 10% á síðasta ári en verð á fuglakjöti hefur að mestu staðið í stað og er kjúklingakjöt ódýrasta kjötið á markaði í Rússlandi um þessar mundir. Verð á nautakjöti hefur aftur á móti hækka um 4 til 6% milli ári.

Talið er að verð á svínakjöti eigi eftir að lækka enn frekar í Rússlandi á næstu árum og eftirspurn að aukast samhliða því.

Nýleg könnun í Rússlandi sýnir að Rússar eru tryggar kjötætur og að einungis 3% þjóðarinnar líta á sig sem grænmetisætur. Könnunin sýndi einnig að með minnkandi kaupmætti sýndu neytendur til­hneigingu til að kaupa ódýrara kjöt, sérstaklega ódýrt fuglakjöt.

Skylt efni: Kjöt | Kjötneysla | Rússland

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...