Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rússar auka kjötneyslu
Fréttir 10. ágúst 2017

Rússar auka kjötneyslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Neysla á kjöti í Rússlandi hefur aukist um tvö kíló á mann á þessu ári miðaða við árið 2016 og er í dag 75,2 kíló. Einungis 3% Rússa líta á sig sem grænmetisætur.

Kjötneysla í Rússalandi hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2000. Aldamótaárið var neyslan 43,5 kíló á mann en er í dag 75,2 kíló. Neysla á svínakjöti hefur tvöfaldast frá aldamótum til dagsins í dag og er nú tæp 26 kíló á mann.

Mikil aukning í neyslu kjúklingakjöts

Neysla á nautakjöti dregst lítillega saman milli áranna 2016 og 2017 en neysla á lambakjöti hefur aftur á móti staðið í stað og er ríflega tvö kíló á mann.

Neysla á alifuglakjöti hefur aukist úr 30 kílóum á mann árið 2013 í 33,7 kíló 2017.

Tryggir neytendur kjöts

Verð á svínakjöti lækkaði um 8 til 10% á síðasta ári en verð á fuglakjöti hefur að mestu staðið í stað og er kjúklingakjöt ódýrasta kjötið á markaði í Rússlandi um þessar mundir. Verð á nautakjöti hefur aftur á móti hækka um 4 til 6% milli ári.

Talið er að verð á svínakjöti eigi eftir að lækka enn frekar í Rússlandi á næstu árum og eftirspurn að aukast samhliða því.

Nýleg könnun í Rússlandi sýnir að Rússar eru tryggar kjötætur og að einungis 3% þjóðarinnar líta á sig sem grænmetisætur. Könnunin sýndi einnig að með minnkandi kaupmætti sýndu neytendur til­hneigingu til að kaupa ódýrara kjöt, sérstaklega ódýrt fuglakjöt.

Skylt efni: Kjöt | Kjötneysla | Rússland

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...