Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Í Skotlandi hefur nú verið rekið um hríð holdanautabú sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á japönskum Wagyu-nautum en þau eru í sérflokki hvað snertir fitusprengi og mýkt kjöts. Til þess að mega framleiða slíkt kjöt þarf að fylgja margs konar hefðum, sagð
Í Skotlandi hefur nú verið rekið um hríð holdanautabú sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á japönskum Wagyu-nautum en þau eru í sérflokki hvað snertir fitusprengi og mýkt kjöts. Til þess að mega framleiða slíkt kjöt þarf að fylgja margs konar hefðum, sagð
Fréttir 2. júlí 2015

Royal Highland Show – einstök landbúnaðarsýning

Dagana 19. til 23. júní sl. var haldin landbúnaðarsýningin Royal Highland Show í Skotlandi og sóttu sýninguna m.a. hópur íslenskra sauðfjárbænda, en ferðin var farin á vegum Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum. 
 
Tilgangur ferðalagsins var að sækja sýninguna heim, en einnig að kynna sér þarlendan landbúnað og menningu. Ferðinni verður gerð skil síðar, en hér á eftir fer samantekt Snorra Sigurðssonar, sem var fararstjóri í þessari ferð, um ýmislegt áhugavert sem fyrir augu bar á sýningunni.
 
Fjögurra daga sýning
 
Það er óhætt að segja að sýningin eigi sér langa hefð, en sýningin var haldin í fyrsta skipti árið 1822! Sýningin hefur síðan verið haldin reglulega, en sýningin í ár er sú 175. í röðinni. Sýningarsvæðið er rétt í útjaðri Edinborgar, og hefur aðsókn gesta að henni aukist undanfarin ár og um nýliðna helgi komu um 190 þúsund gestir þá fjóra daga sem sýningin stóð sem er aukning um á annan tug þúsunda gesta frá því í fyrra. Þessi sýning er með þeim stærri sem haldnar eru hér í Evrópu og sem dæmi um umfang hennar þá má nefna að sýningarsvæðið er alls 20 hektarar að stærð og auk þess eru nýttir 60 hektarar lands undir bílastæði, en alls er hægt að taka á móti 20 þúsund farartækjum á hverjum tíma.
 
Fjölbreytt að vanda
 
Líkt og undanfarin ár var sýningin byggð upp í kringum búfjársýningu en alls voru rúmlega eitt þúsund kynbótanautgripir af 20 ólíkum kúakynjum sem kepptu um hylli kynbótadómaranna. Til mikils var að vinna en veitt voru vegleg peningaverðlaun fyrir bestu gripina. Þá mættu fjárbændur til leiks með 2.000 hrúta, ær og lömb og var þar hver annar glæsigripurinn á fætur öðrum. Síðast en ekki síst ber að telja hrossin, en alls voru í ár um 3 þúsund hross á sýningunni, öll sýnd í keppnum en keppt var í 38 ólíkum flokkum með hrossin s.s. í hindrunarstökki, kerrureið og fleira.
 
980 sýnendur
 
Utan um, og í kringum gripasýningar og keppnir með þá, er svo fjölbreytt sýning á nánast öllu því sem tengist dreifbýli eins og vélum og tækjum, útivistarbúnaði, fatnaði, hannyrðum og heimavinnslu matvæla svo eitthvað sé nefnt. Alls stilltu 980 sýnendur upp tækjum og tólum á þessari sýningu og hafa sjaldan verið fleiri þátttakendur. Þá eru Skotar einstakir þegar kemur að því að keppa sín á milli. Flestir þekkja ástríðu skoskra bænda þegar kemur að því að bera saman kynbótagripi sína en færri vita e.t.v. að Skotar keppa einnig í gerð fjárstafa, í rúningi, stauraklifri, ullarfrágangi, í bakstri, útsaumi, kjötvinnslu og nánast hverju því sem hægt er að láta sér detta í hug að yfirhöfuð sé hægt að keppa í! Í raun er sýningin svo fjölbreytt að nær ómögulegt er að gera henni góð skil en myndirnar sem hér eru gefa örlítið innlit í það sem m.a. bar fyrir augu.
 
Snorri Sigurðsson
sns@seges.dk

10 myndir:

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...