Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Rómantísk náttúrufræði
Á faglegum nótum 12. september 2014

Rómantísk náttúrufræði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í þjóðsögum má finna ótrúlegar lýsingar og frásagnir af furðulegum dýrum, ófreskjum og skrímslum. Ef sögurnar eru teknar trúanlegar er til ótölulegur fjöldi dýra sem samkvæmt skilgreiningu náttúruvísindanna teljast ekki til lífvera. Þjóðsagnadýr flokkast undir það sem má kalla rómantíska náttúrufræði og tilvera þeirra byggist á vilja fólks til að trúa.

Basilisk
Í grískum þjóðsögum segir frá ægilegri skepnu sem heitir basilisk. Kvikindið er skriðdýr í líkingu við eðlu, það klekst úr eggi gamals hana, frosks eða nöðru. Hugmyndin að basilisk komi úr hanaeggi er upprunnin frá náttúrufræðingnum Neckham sem var uppi um 1180. Sögur herma að basilisk verði ljótara og ógeðslegra um alla framtíð uns það gleymist. Skepnan er innan við metra á lengd og er sögð vera konungur snáka og einvaldur minni skriðdýra. Þrátt fyrir smæð basilisks er eyðileggingarmáttur þess á við stærstu dreka. Kvikindið er svo eitrað að ef það er stungið með spjóti í sperrtan líkamann rennur eitrið eins og straumur upp eftir spjótinu og í hendur þess sem stingur.

Búsvæði basilisks er í eyðimörkinni og það er í raun ástæðan þess að eyðimörkin er til. Andardráttur eiturnöðrunnar er svo megn að hann drepur allan gróður og kveikir í steinum. Lyktin af basilisk er banvæn og kvikindið eitrar allt vatn sem það kemur nálægt. Dýrið getur spýtt frá sér eiturgufu þannig að fuglar sem fljúga yfir drepast þegar þeir anda eitrinu að sér og skepna getur drepið með hljóðinu einu saman með því að hvæsa svo kröftuglega að allt sem heyrir hljóðið fellur dautt niður. Basilisk er með banvænt augnaráð. Allt sem það lítur augum drepst samstundis. Öruggasta leiðin til að drepa basilisk er að láta það horfa á eigin spegilmynd.

Hrekkjóti refurinn og ósýnilegi hjörturinn

Kínverski refurinn er ólíkur öðrum refum að því leyti að hann lifir í átta hundruð til þúsund ár. Hann er talinn boða illt og hver líkamshluti gegnir sérstöku hlutverki í því sambandi. Í Kína þarf refurinn ekki annað en að slá rófunni í jörðina til þess að kveikja eld og hann sér líka inn í framtíðina. Refurinn getur breytt sér í hvaða líki sem er en oftast birtist hann sem gamall maður, ung stúlka eða fræðimaður.

Refurinn er slyngur, varkár og tortrygginn og hann hefur yndi af því að hrekkja og valda vanlíðan. Í Kína eru til mörg þúsund þjóðsögur um refinn og hrekki hans. Kínverjar eiga þjóðsögur sem segja frá ósýnilegri eða líkamalausri hjartartegund. Eins og gefur að skilja er ekki til nein lýsing á hirtinum þar sem enginn hefur séð hann. Kínverjar vita að skepnan lifir í námum neðanjarðar og þráir ekkert heitar en að sjá dagsbirtu. Hirtirnir hafa mál og reyna í sífellu að fá námumenn til að fylgja sér upp á yfirborðið með alls kyns gylliboðum. Sagan segir að ef hirtirnir komist upp á yfirborðið verði þeir að illa lyktandi vökva sem veldur dauða og tortímingu.

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...