Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
RML hefur myndað viðbragðsteymi
Fréttir 21. nóvember 2014

RML hefur myndað viðbragðsteymi

Höfundur: smh

Ráðgjafarmiðstöð landbún­aðarins (RML) hefur enga beina aðkomu að viðbragðsáætlunum varðandi möguleg hamfaraflóð ef það byrjar að gjósa undir jökli. Þó hefur viðbragðsteymi verið myndað innan RML sem hefur það hlutverk að fylgjast náið með þróun mála.

Borgar Páll Bragason.

„Í þessu teymi eru ráðunautar sem eru vel upplýstir af Almannavörnum og vinna náið með þeim enda hafa þeir yfirgripsmikla staðþekkingu,“ segir Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá RML, sem stýrir viðbragðsteyminu. „Aðrir sem eru í teyminu eru María Svanþrúður Jónsdóttir sem er á Húsavík. 

Hún er mjög vel inni í málum á því svæði þar sem hún vinnur náið með Almannavörnum í umboði sýslumanns. Þá er Guðfinna Harpa Árnadóttir á Egilsstöðum sem hefur einnig komið að vinnu Almannavarna á því svæði. Síðan er það Pétur Halldórsson á Hvolsvelli sem þekkir vel til málanna þegar gaus undir Eyjafjallajökli og í Grímsvötnum.

RML hefur í raun ekkert skilgreint hlutverk ef til goss kemur undir jökli. Starfsemi okkar mun án efa laskast eins og hjá öðrum fyrirtækjum sem starfa á landsvísu ef samgöngur og fjarskipti fara úr skorðum, en við höfum þó starfsstöðvar vítt og breitt um landið sem gerir okkur ágætlega í stakk búin til að sinna okkar ráðgjafarhlutverki.

Okkar starfsfólk á hættusvæðum mun fylgja því sem öðrum almenningi er fyrir lagt að gera af Almannavörnum.“

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...