Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ríkisstjórnin bregst við vanda sauðfjárræktarinnar
Fréttir 21. desember 2017

Ríkisstjórnin bregst við vanda sauðfjárræktarinnar

Höfundur: TB

Lagt er til að veitt verði 665 milljóna króna framlag til að bregðast við markaðserfiðleikum sem steðjað hafa að sauðfjárframleiðslu á yfirstandandi ári. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga sem dreift var utan þingfundar á Alþingi á miðvikudagskvöld. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar var það skjalfest að eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar yrði að bregðast við vanda sauðfjárbænda til skemmri og lengri tíma.

Til að koma til móts við sauðfjárbændur vegna erfiðrar stöðu í greininni er lagt til að 300 milljónum króna verði varið í greiðslur til bænda sem miðast við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt haustskráningu Matvælastofnunar. Alls verði 200 milljónum króna varið í svæðisbundinn stuðning til viðbótar við svæðisbundinn stuðning samkvæmt gildandi búvörusamningi. Þá er áætlað að verja 100 milljónum króna til að undirbyggja verkefni á sviði kolefnisjöfnunar, nýsköpunar og markaðssetningar.

Ráðgert er að gera úttekt á afurðastöðvakerfinu og fara 15 milljónir króna í það verkefni. Niðurstöður úttektarinnar verði grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Í greinargerð með frumvarpinu segir að ef niðurstaða úttektarinnar leiðir í ljós að hægt sé að lækka sláturkostnað og auka hagræðingu í greininni þá verði opnað á þann möguleika að allt að 50 m.kr. geti verið nýttar til að styðja við hagræðingu í sláturhúsum.

Frumvarpið í heild - pdf

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...