Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ríkisstjórnin bregst við vanda sauðfjárræktarinnar
Fréttir 21. desember 2017

Ríkisstjórnin bregst við vanda sauðfjárræktarinnar

Höfundur: TB

Lagt er til að veitt verði 665 milljóna króna framlag til að bregðast við markaðserfiðleikum sem steðjað hafa að sauðfjárframleiðslu á yfirstandandi ári. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga sem dreift var utan þingfundar á Alþingi á miðvikudagskvöld. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar var það skjalfest að eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar yrði að bregðast við vanda sauðfjárbænda til skemmri og lengri tíma.

Til að koma til móts við sauðfjárbændur vegna erfiðrar stöðu í greininni er lagt til að 300 milljónum króna verði varið í greiðslur til bænda sem miðast við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt haustskráningu Matvælastofnunar. Alls verði 200 milljónum króna varið í svæðisbundinn stuðning til viðbótar við svæðisbundinn stuðning samkvæmt gildandi búvörusamningi. Þá er áætlað að verja 100 milljónum króna til að undirbyggja verkefni á sviði kolefnisjöfnunar, nýsköpunar og markaðssetningar.

Ráðgert er að gera úttekt á afurðastöðvakerfinu og fara 15 milljónir króna í það verkefni. Niðurstöður úttektarinnar verði grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Í greinargerð með frumvarpinu segir að ef niðurstaða úttektarinnar leiðir í ljós að hægt sé að lækka sláturkostnað og auka hagræðingu í greininni þá verði opnað á þann möguleika að allt að 50 m.kr. geti verið nýttar til að styðja við hagræðingu í sláturhúsum.

Frumvarpið í heild - pdf

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...