Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ríkisstjórnin bregst við vanda sauðfjárræktarinnar
Fréttir 21. desember 2017

Ríkisstjórnin bregst við vanda sauðfjárræktarinnar

Höfundur: TB

Lagt er til að veitt verði 665 milljóna króna framlag til að bregðast við markaðserfiðleikum sem steðjað hafa að sauðfjárframleiðslu á yfirstandandi ári. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga sem dreift var utan þingfundar á Alþingi á miðvikudagskvöld. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar var það skjalfest að eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar yrði að bregðast við vanda sauðfjárbænda til skemmri og lengri tíma.

Til að koma til móts við sauðfjárbændur vegna erfiðrar stöðu í greininni er lagt til að 300 milljónum króna verði varið í greiðslur til bænda sem miðast við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt haustskráningu Matvælastofnunar. Alls verði 200 milljónum króna varið í svæðisbundinn stuðning til viðbótar við svæðisbundinn stuðning samkvæmt gildandi búvörusamningi. Þá er áætlað að verja 100 milljónum króna til að undirbyggja verkefni á sviði kolefnisjöfnunar, nýsköpunar og markaðssetningar.

Ráðgert er að gera úttekt á afurðastöðvakerfinu og fara 15 milljónir króna í það verkefni. Niðurstöður úttektarinnar verði grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Í greinargerð með frumvarpinu segir að ef niðurstaða úttektarinnar leiðir í ljós að hægt sé að lækka sláturkostnað og auka hagræðingu í greininni þá verði opnað á þann möguleika að allt að 50 m.kr. geti verið nýttar til að styðja við hagræðingu í sláturhúsum.

Frumvarpið í heild - pdf

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...