Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ríflega 500 milljón ára gömul fótspor
Á faglegum nótum 3. júlí 2018

Ríflega 500 milljón ára gömul fótspor

Höfundur: Vilmundur Hansen

Elstu steingerð fótspor óþekkts skordýrs sem nýlega fundust í Kína eru talin vera 500 milljón ára gömul og elstu fótspor lífveru sem vitað er um. Fundurinn er sagður leiða vísindin nær svari um hvaða dýr mynduðu fyrst fætur.

Sporin sem um ræðir eru sögð vera eftir óþekktan áa nútíma skordýra eða orms. Út frá fótsporunum er ekki hægt að greina útlit dýrsins en vísindamenn segja að þetta séu elstu ummerki sem fundist hafa til þess um dýr með fætur.

Í grein í tímaritinu Science Advances þar sem fjallað er um fótsporafundinn segir meðal annars að dýr hafi þróað með sér fætur til að fara á milli staða, byggja sér athvarf, berjast með og finna með fæðu. Þróun fóta hefur því haft fjölþætt áhrif á þróun lífsins á jörðinni og þeirra dýra sem fetuðu í fyrstu fótsporin.

Fótsporasteingervingurinn fannst í Yangtse-gilinu í Suður-Kína milli tveggja steinlaga sem hafa verið greind á milli 541 til 551 milljón ára gömul. Elstu fótspor sem áður hafa fundist hafa verið greind sem 10 til 20 milljón árum yngri og er talið að sprenging í þróun lífsins á jörðinni hafi átt sér stað á því tímabili.

Talið er að fótsporin séu eftir kvikindi sem gekk í blautum jarðvegi við árbakka áður en að dýr höfðu flutt sig upp á þurrt land að neinu ráði. Ekki hefur verið ráðið af fótsporaleifunum hversu mörg fótapör kvikindið hefur haft og því af hvaða flokki smádýra. 

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...