Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hnífsblað og brot úr snældusnúð. /Myndir Minjastofnun.
Hnífsblað og brot úr snældusnúð. /Myndir Minjastofnun.
Fréttir 8. júní 2020

Riðuaðgerðir leiða til uppgötvunar fornleifa frá landnámsöld

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fornt og áður óþekkt bæjarstæði hefur uppgötvast vegna riðuhreinsunar Matvælastofnunar á bænum Grófargili í nágrenni Varmahlíðar. Þar fannst öskuhaugur og í honum hnífsblað, hnífsskaft, ýmsir járngripir, dýrabein, snældusnúður og grjót í eldstæði. Fornminjarnar eru frá því vel fyrir árið 980 af gjóskulögum að dæma.

í frétt á heimasíðu Mast segir að riða hafi greindist á Grófargili fyrr á þessu ári. Allt fé var sent í brennslu og annað sem talið var geta borið smit grafið á staðnum. Sá staður sem Matvælastofnun taldi heppilegastan fyrir riðugröf var nærri gömlum húsarústum sem vitnað var í örnefnaskrá. Ofan á rústunum stóð nautakofi sem þurfti að rífa og setja í riðugröf. Stofnunin hafði því samband við Minjastofnun sem fór fram á að fornleifafræðingur fylgdist með aðgerðum. Nautakofinn var rifinn án þess að raska rústunum.

Við gröft riðugrafar var fyrst gerður könnunarskurður í varúðarskyni sem leiddi í ljós mun eldri fornminjar, fornan öskuhaug. Aðgerðir voru stöðvaðar og fyrirhuguð riðugröf færð til. Við tók fornleifauppgröftur þar sem fornleifafræðingurinn fann fjölda muna, dýrabein og eldsprungna steina.

Aðgerðum er lokið og verða fornleifarnar færðar til Þjóðminjasafnsins að lokinni skýrslugerð fornleifafræðings.

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...