Reynt að tryggja verslunarrekstur á Kópaskeri
Bæjarráð Norðurþings hefur samþykkt beiðni um að leggja fram 800 þúsund krónur í hlutafé vegna fasteignar undir verslun á Kópaskeri.
Framfarafélag Öxarfjarðar óskaði eftir því að sveitarfélagið legði fram hlutafé vegna kaupa og reksturs fasteignar sem hýst hefur verslunina á Kópaskeri. Markmið félagsins er að tryggja áframhaldandi rekstur dagvöruverslunar á staðnum.