Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri í Sagnagarði, fræðslu- og kynningarsetri Landgræðslunnar í Gunnarsholti.
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri í Sagnagarði, fræðslu- og kynningarsetri Landgræðslunnar í Gunnarsholti.
Mynd / ÁÞ
Á faglegum nótum 15. júní 2015

Reynsla okkar og aðferðir við endurheimt landgæða vekur athygli erlendis

Í Sagnagarði, fræðslu- og kynningarsetri Landgræðslunnar í Gunnarsholti, er sögu gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi gerð skil í máli og myndum. Sagt er frá baráttu við afleiðingar eldgosa og óblíð náttúruöfl. Saga frumherjanna í landgræðslu er rakin og barátta þeirra við vantrú almennings og starfinu var afar þröngur stakkur skorinn fjárhagslega. 
 
Greint er frá 100 ára sögu landgræðslustarfs á Íslandi og lýst helstu verkefnum í endurheimt landgæða og vistkerfa, gróðurvernd og alþjóðlegu samstarfi. Sagnagarður verður opinn daglega frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 9–17. Hægt verður að fá kaffi og meðlæti í Sagnagarði í sumar.
 
„Eitt af lögbundnum hlutverkum Landgræðslu ríkisins er að fræða almenning um landgræðslu og hvernig hún fléttast inn í menningu lands og þjóðar. Sagnagarður er hluti af þessu fræðslustarfi og er mikilvægur hlekkur í ferðaþjónustu á Suðurlandi. Við leggjum mikla áherslu á að fá hingað sem flesta gesti og auka þannig á vitund gesta um mikilvægi landgræðslustarfsins og virkja fólk til framtíðar í því mikilvæga starfi,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. 
 
Við Sagnagarð stendur eftir­líking af sofnhúsi og er það hluti af sýningunni í Sagnagarði. Þetta er eina hús sinnar tegundar á Íslandi en nokkrar tóftir er að finna á Suðurlandi. 
 
Sofnhús voru þau hús nefnd sem íslenska melfræið var verkað í, þurrkað og malað. Nafn sitt draga þau af melkorninu sem verkað var í hverri lotu en það nefndist sofn. Talið er að þessi  þekking hafi borist með landnámsmönnum frá Noregi og voru sofnhús víða í báðum Skaftafellsýslum og Rangárvallasýslu allt fram á síðustu öld.
 
„Við Íslendingar stöndum tæknilega og þekkingarlega vel að vígi á sviði landgræðslu. Reynsla okkar  og aðferðir við endurheimt landgæða vekur athygli erlendis og í nágrenni Gunnarsholts er að finna merki um flestar gerðir jarðvegseyðingar og árangur af endurreisnarstarfinu. Sagnagarður er miðstöð alþjóðlegs þekkingarseturs Landgræðslunnar. Fjöldi erlendra og innlendra vísindamanna munu dvelja í Gunnarsholti í sumar til lengri og skemmri dvalar við nám og fræðistörf.
 
 Víða um land er alvarleg gróðurjarðvegseyðing sem taka þarf á. Við verðum að hafa betur í baráttunni við jarðvegseyðinguna. Framtíð okkar sem þjóðar byggir meðal annars á því að við náum að græða upp landið og umgangast það með þeirri virðingu sem því ber. Enn er þó nokkuð langt í land að við getum sagt að við séum að nýta öll beitilönd okkar með sjálfbærum hætti, þó mikið hafi áunnist á því sviði,“ sagði Sveinn Runólfsson,landgræðslustjóri að lokum. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...