Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Reynsla af notkun SpermVital hérlendis er góð
Fræðsluhornið 14. nóvember 2018

Reynsla af notkun SpermVital hérlendis er góð

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson
Nú styttist í að SpermVital-sæði hafi staðið til boða í ár hérlendis og ekki hægt að segja annað en að reynslan af notkun þess er góð. 
 
Á þeim tíma sem liðinn er frá því að þetta sæði kom til dreifngar hafa 9,9% allra sæðinga verið með SpermVital, 8,4% kúasæðinga og 16,2% kvígusæðinga. Ef horft er til samstillinga eingöngu eru 34,7% samstilltra kúa sæddar með SpermVital-sæði en 56,2% kvígna.
 
Notkun mismikil eftir svæðum
 
Notkun á SpermVital er mjög mismikil eftir svæðum og því miður nær ekkert svæði því sem kalla má viðunandi mörkum. Í dag er u.þ.b. þriðjungur alls ungnautasæðis frystur í SpermVital og miðað við 50:50 hlutföll milli notkunar reyndra og óreyndra nauta þarf notkun SpermVital að ná 16,7% á landsvísu. Þessu hlutfalli erum við ekki að ná og óhjákvæmilega hægir það á dreifingu óreyndra nauta sem er ekki viðunandi staða. Verði ekki breyting á þessu næstu mánuði er hætt við að endurskoða þurfi fjölda frystra skammta í SpermVital en þar er Nautastöðin samningsbundin SpermVital í Noregi. Hætt er við að endurskoðun á dreifingu þessa sæðis sé óhjákvæmileg og gæti jafnvel farið svo að þetta sæði muni alls ekki standa öllum alltaf til boða. Það væri miður.
 
Notkun í samræmi við ráðleggingar
 
Notkun á SpermVital-sæði virðist vera í góðu samræmi við ráðlegg­ingar. SpermVital er notað við samstillingar (og þá sætt einu sinni) og notkun fer hlutfallslega vaxandi eftir sem númer sæðingar hækkar. Tæplega 10% fyrstu sæðinga er með SpermVital-sæði og það hlutfall hækkar með sæðinganúmeri upp í um 25% við fjórðu sæðingu svo dæmi sé tekið. Ef litið er til samstillinga á kvígum þá eru tæplega 45% þeirra sæddar fyrstu sæðingu með SpermVital-sæði en það hlutfall lækkar með hækkandi númeri sæðingar og er við fjórðu sæðingu um 2%. Það er því greinilegt að menn nota SpermVital á þær kýr sem kalla má „vandamálakýr“. Þegar tölur um árangur eru skoðaðar er mikilvægt að hafa þetta í huga.
 
Árangur í samræmi við væntingar
 
Árangur, mældur sem 56 daga ekki uppbeiðsli, er með ofangreint notkunarmynstur í huga mjög góður. Þannig mælist hann um og yfir 80% við samstillingar kvígna en auðvitað er verulegum hluta þeirra síðan haldið undir naut. Hluti þeirra kemur því ekki til endursæðingar og mælist fenginn. Árangur er því metinn betri en hann er í raun en þrátt fyrir það er þetta ákveðinn mælikvarði. Árangur við samstillingar kúa mælist lægri eða á bilinu 56-74% á þeim svæðum þar sem fjöldi sæðinga nær marktækum fjölda. Þrátt fyrir það er um mjög góðan árangur að ræða.
 
Árangur úr kvígusæðingum án samstillinga er góður með SpermVital-sæði og mælist 65-67% á þeim svæðum sem ná 50 sæðingum eða fleiri. Árangur af kúasæðingum er einnig mjög góður og mælist 59-65% við 1. sæðingu á þeim svæðum þar sem um er að ræða 50 sæðingar eða fleiri. Ef litið er á aðrar sæðingar en fyrstu sæðngar er árangurinn sá sami með hækkandi númeri sæðingar. 
 
Af þessu má ráða að notkun SpermVital-sæði ber tilætlaðan árangur, þ.e. fanghlutfall er mjög svipað og með hefðbundnu sæði þó verið sé að nota eina sæðingu við samstillingar og sæða þær kýr sem ætla má að séu „vandamálakýr“. Samkvæmt þessu er ekki annað að sjá en notkun á SpermVital auki líkur á því að koma kálfi í kýrnar og fækki sæðingum sem lækkar kostnað við sæðingastarfsemina í heild sinni. Það er því engin ástæða til annars að nýta þetta sæði þar sem gríðarlegur og dulinn kostnaður liggur í því ef kýrnar festa ekki fang á tilætluðum tíma.
Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...