Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Reynir að kaupa bara íslenskt kjöt og sneiðir hjá erlendu grænmeti
Mynd / HÍ
Fréttir 8. janúar 2019

Reynir að kaupa bara íslenskt kjöt og sneiðir hjá erlendu grænmeti

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

„Aukinn innflutningur matvæla mun flýta fyrir því að nær alónæmar bakteríur nái hér fótfestu. Það eru engin ný sýklalyf á markaði þannig að hvert ár sem við getum tafið þessa þróun skiptir okkur máli,“ sagði Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við HÍ, í fyrirlestri sem hann hélt um sýklalyfjaónæmi á dögunum á ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum. Í erindi sínu fjallaði hann um fæðu- og matvælaöryggi Íslendinga og áhrif framleiðsluþátta og uppruna matvæla á bakteríur. 

Húsfyllir var á opnum fyrirlestri á ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum, sem haldin var í Háskóla Íslands föstudaginn 4. janúar.

Fréttaflutningur af fyrirlestri Karls var töluverður yfir helgina en Ríkissjónvarpið hafði það eftir prófessornum að hann sneiddi hjá innfluttu grænmeti og reyndi eftir megni að kaupa bara íslenskt kjöt. Karl sagði að Ísland hefði algjöra sérstöðu vegna lítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og lágs hlutfalls sýklalyfjaónæmis sem væri ein mesta ógn við lýðheilsu heimsins í dag.

Karl telur æskilegt að Ísland verði sjálfbært í framleiðslu á kjöti og því grænmeti sem við getum ræktað. Hann vill vekja almenning til umhugsunar um áhættuna og hvort og hvernig eigi að varðveita þá sérstöðu sem Ísland hefur í dag. 

Upptaka af erindi Karls er aðgengileg hér undir (smellið á myndina og þá hefst fyrirlesturinn á mín. 31.15.

Karl sýndi m.a. þessa mynd í fyrirlestri sínum sem staðfestir góða stöðu Íslands þegar kemur að sýklalyfjaónæmi í kjúklingum. Græni liturinn merkir að ekki sé ónæmi fyrir neinu sýklalyfi. Neðst á myndinni eru lönd þar sem staðan er ekki góð og kjúklingar ónæmir fyrir allt að níu sýklalyfjategundum.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...