Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Reynir að kaupa bara íslenskt kjöt og sneiðir hjá erlendu grænmeti
Mynd / HÍ
Fréttir 8. janúar 2019

Reynir að kaupa bara íslenskt kjöt og sneiðir hjá erlendu grænmeti

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

„Aukinn innflutningur matvæla mun flýta fyrir því að nær alónæmar bakteríur nái hér fótfestu. Það eru engin ný sýklalyf á markaði þannig að hvert ár sem við getum tafið þessa þróun skiptir okkur máli,“ sagði Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við HÍ, í fyrirlestri sem hann hélt um sýklalyfjaónæmi á dögunum á ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum. Í erindi sínu fjallaði hann um fæðu- og matvælaöryggi Íslendinga og áhrif framleiðsluþátta og uppruna matvæla á bakteríur. 

Húsfyllir var á opnum fyrirlestri á ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum, sem haldin var í Háskóla Íslands föstudaginn 4. janúar.

Fréttaflutningur af fyrirlestri Karls var töluverður yfir helgina en Ríkissjónvarpið hafði það eftir prófessornum að hann sneiddi hjá innfluttu grænmeti og reyndi eftir megni að kaupa bara íslenskt kjöt. Karl sagði að Ísland hefði algjöra sérstöðu vegna lítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og lágs hlutfalls sýklalyfjaónæmis sem væri ein mesta ógn við lýðheilsu heimsins í dag.

Karl telur æskilegt að Ísland verði sjálfbært í framleiðslu á kjöti og því grænmeti sem við getum ræktað. Hann vill vekja almenning til umhugsunar um áhættuna og hvort og hvernig eigi að varðveita þá sérstöðu sem Ísland hefur í dag. 

Upptaka af erindi Karls er aðgengileg hér undir (smellið á myndina og þá hefst fyrirlesturinn á mín. 31.15.

Karl sýndi m.a. þessa mynd í fyrirlestri sínum sem staðfestir góða stöðu Íslands þegar kemur að sýklalyfjaónæmi í kjúklingum. Græni liturinn merkir að ekki sé ónæmi fyrir neinu sýklalyfi. Neðst á myndinni eru lönd þar sem staðan er ekki góð og kjúklingar ónæmir fyrir allt að níu sýklalyfjategundum.

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...