Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Reyndi að rækta risaeðlur
Fólkið sem erfir landið 17. júlí 2014

Reyndi að rækta risaeðlur

Matti er 11 ára naut sem býr í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann gerði heiðarlega tilraun til að rækta risaeðlur fyrir nokkrum árum en eitthvað gekk það brösulega. Hann æfir taekwondo, ætlar að verða bóndi og það fyrsta sem hann man eftir er að hafa séð „karl í kjól“.

Nafn: Matthías Kristinsson Schram.

Aldur: 11 ára.

Stjörnumerki: Naut.

Búseta: Vesturbær Reykjavíkur.

Skóli: Vesturbæjarskóli.

Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Mér finnst skemmtilegast í sérgreinum, t.d. myndlist, smíðum og heimilisfræði.

Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Pandabirnir (og kötturinn minn hann Rebbi og hundurinn Rökkvi).

Uppáhaldsmatur: Kjötsúpa.

Uppáhaldshljómsveit: Bítlarnir.

Uppáhaldskvikmynd: Skyfall.

Fyrsta minningin þín? Þegar ég sá sekkjapípuleikara í Skotapilsi í Edinborg. Ég skellti upp úr, benti og kallaði: „Karl í kjól.“

Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi Taekwondo og er með appelsínugula beltið.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bóndi.

Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég ætlaði að rækta risaeðlur en þær reyndust vera hæna, hani og gæs.

Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að taka til í herberginu mínu.

Gerðir þú eitthvað sérstakt í sumar? Ég fór á Esjuna, í sumarbústað í Brekkuskógi og á tökustað kvikmyndar á Þingvöllum.

Tollkvótum úthlutað
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu
Fréttir 30. maí 2024

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir grein forstjóra Samkeppniseftirlitsin...

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...