Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Reyndi að rækta risaeðlur
Fólkið sem erfir landið 17. júlí 2014

Reyndi að rækta risaeðlur

Matti er 11 ára naut sem býr í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann gerði heiðarlega tilraun til að rækta risaeðlur fyrir nokkrum árum en eitthvað gekk það brösulega. Hann æfir taekwondo, ætlar að verða bóndi og það fyrsta sem hann man eftir er að hafa séð „karl í kjól“.

Nafn: Matthías Kristinsson Schram.

Aldur: 11 ára.

Stjörnumerki: Naut.

Búseta: Vesturbær Reykjavíkur.

Skóli: Vesturbæjarskóli.

Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Mér finnst skemmtilegast í sérgreinum, t.d. myndlist, smíðum og heimilisfræði.

Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Pandabirnir (og kötturinn minn hann Rebbi og hundurinn Rökkvi).

Uppáhaldsmatur: Kjötsúpa.

Uppáhaldshljómsveit: Bítlarnir.

Uppáhaldskvikmynd: Skyfall.

Fyrsta minningin þín? Þegar ég sá sekkjapípuleikara í Skotapilsi í Edinborg. Ég skellti upp úr, benti og kallaði: „Karl í kjól.“

Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi Taekwondo og er með appelsínugula beltið.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bóndi.

Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég ætlaði að rækta risaeðlur en þær reyndust vera hæna, hani og gæs.

Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að taka til í herberginu mínu.

Gerðir þú eitthvað sérstakt í sumar? Ég fór á Esjuna, í sumarbústað í Brekkuskógi og á tökustað kvikmyndar á Þingvöllum.

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f