Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Réttindi innfæddra sniðgengin í skógræktaráætlunum
Fréttir 10. desember 2014

Réttindi innfæddra sniðgengin í skógræktaráætlunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fulltrúar innfæddra í S-Ameríku á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna  í Lima lýstu áhyggju um að gengið verði á réttindi þeirra og lífviðurværi vegna áætlana um stórfelda skógrækt í álfunni.

Mannréttindi innfæddra víða um heim hafa verið gróflega brotinn af ríkisstjórnum og stórfyrirtækjum í tengslum við skógarhögg, olíu- og námuvinnslu svo dæmi séu nefnd. Innfæddir sem hafa mótmælt áformum um skógarhögg hafa víða verið fangelsaðir og jafnvel teknir af lífi af her og lögreglu eða öryggisgæslumönnum stórfyrirtækja og glæpagengjum sem stunda ólöglegt skógarhögg.

Fulltrúarnir segjast hafa áhyggjur af því að hið sama muni gerast þegar kemur að endurheimt skóglendis þegar stjórnvöld, stórfyrirtæki og umhverfissamtök munu keppast um yfirráð yfir landi til að rækta á skóga. Þeir segjast einnig hafa áhyggjur af því hvers konar land verður nýtt undir skógræktina.

Endurheimt skóglendis er helsta besta aðferðin sem þekkt er til að draga úr myndun gróðurhúsalofttegunda og talið að verslun með koltvísýringskvóta eigi eftir að verða verulega ábótasöm í framtíðinni fyrir þá sem eiga stór skóglendi.

Innfæddir óttast einnig að ekki verði nægjanlega tekið tillit til náttúrulegrar fjölbreytni við val á trjáplöntun og að einungis verði valdar tegundir sem skili mestum árangri á skömmum tíma og að skógarnir verði því einsleitir.

Um 400 milljón manns í heiminum teljast til innfæddra sem lifa í skógum og lifi af skógarnytjum.
 

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...