Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Réttindi innfæddra sniðgengin í skógræktaráætlunum
Fréttir 10. desember 2014

Réttindi innfæddra sniðgengin í skógræktaráætlunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fulltrúar innfæddra í S-Ameríku á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna  í Lima lýstu áhyggju um að gengið verði á réttindi þeirra og lífviðurværi vegna áætlana um stórfelda skógrækt í álfunni.

Mannréttindi innfæddra víða um heim hafa verið gróflega brotinn af ríkisstjórnum og stórfyrirtækjum í tengslum við skógarhögg, olíu- og námuvinnslu svo dæmi séu nefnd. Innfæddir sem hafa mótmælt áformum um skógarhögg hafa víða verið fangelsaðir og jafnvel teknir af lífi af her og lögreglu eða öryggisgæslumönnum stórfyrirtækja og glæpagengjum sem stunda ólöglegt skógarhögg.

Fulltrúarnir segjast hafa áhyggjur af því að hið sama muni gerast þegar kemur að endurheimt skóglendis þegar stjórnvöld, stórfyrirtæki og umhverfissamtök munu keppast um yfirráð yfir landi til að rækta á skóga. Þeir segjast einnig hafa áhyggjur af því hvers konar land verður nýtt undir skógræktina.

Endurheimt skóglendis er helsta besta aðferðin sem þekkt er til að draga úr myndun gróðurhúsalofttegunda og talið að verslun með koltvísýringskvóta eigi eftir að verða verulega ábótasöm í framtíðinni fyrir þá sem eiga stór skóglendi.

Innfæddir óttast einnig að ekki verði nægjanlega tekið tillit til náttúrulegrar fjölbreytni við val á trjáplöntun og að einungis verði valdar tegundir sem skili mestum árangri á skömmum tíma og að skógarnir verði því einsleitir.

Um 400 milljón manns í heiminum teljast til innfæddra sem lifa í skógum og lifi af skógarnytjum.
 

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...