Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Réttindi innfæddra sniðgengin í skógræktaráætlunum
Fréttir 10. desember 2014

Réttindi innfæddra sniðgengin í skógræktaráætlunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fulltrúar innfæddra í S-Ameríku á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna  í Lima lýstu áhyggju um að gengið verði á réttindi þeirra og lífviðurværi vegna áætlana um stórfelda skógrækt í álfunni.

Mannréttindi innfæddra víða um heim hafa verið gróflega brotinn af ríkisstjórnum og stórfyrirtækjum í tengslum við skógarhögg, olíu- og námuvinnslu svo dæmi séu nefnd. Innfæddir sem hafa mótmælt áformum um skógarhögg hafa víða verið fangelsaðir og jafnvel teknir af lífi af her og lögreglu eða öryggisgæslumönnum stórfyrirtækja og glæpagengjum sem stunda ólöglegt skógarhögg.

Fulltrúarnir segjast hafa áhyggjur af því að hið sama muni gerast þegar kemur að endurheimt skóglendis þegar stjórnvöld, stórfyrirtæki og umhverfissamtök munu keppast um yfirráð yfir landi til að rækta á skóga. Þeir segjast einnig hafa áhyggjur af því hvers konar land verður nýtt undir skógræktina.

Endurheimt skóglendis er helsta besta aðferðin sem þekkt er til að draga úr myndun gróðurhúsalofttegunda og talið að verslun með koltvísýringskvóta eigi eftir að verða verulega ábótasöm í framtíðinni fyrir þá sem eiga stór skóglendi.

Innfæddir óttast einnig að ekki verði nægjanlega tekið tillit til náttúrulegrar fjölbreytni við val á trjáplöntun og að einungis verði valdar tegundir sem skili mestum árangri á skömmum tíma og að skógarnir verði því einsleitir.

Um 400 milljón manns í heiminum teljast til innfæddra sem lifa í skógum og lifi af skógarnytjum.
 

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...