Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Renault ZOE.
Renault ZOE.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 5. júní 2019

Renault Zoe rafmagnsbíll

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í umræðunni um hlýnun jarðar er stefnan sett á að skipta bílum og öðrum farartækjum í umhverfisvænni farveg með aukningu á rafmagnsbílum og öðrum bílum sem menga minna. Margir veðja á rafmagnsbíla sem umhverfisvænsta kostinn á komandi árum. 
 
Með betri tækni eru rafmagnsbílar alltaf að komast lengra í kílómetrum talið á hverri hleðslu og einnig eru bílarnir orðnir ódýrari í framleiðslu. Hjá BL er í boði smábíllinn Renault Zoe, rafmagnsbíll sem á að ná um 300 km drægi við bestu aðstæður á einni hleðslu. Ég tók 120 km kvöldrúnt á svona bíl í síðustu viku.
 
Þótt bakkmyndavélin sé lítil er hún mjög skýr.
 
Gott að keyra, en mætti vera betur hljóðeinangraður
 
Bíllinn er frekar fábrotinn að innan og ekki mikið af aukabúnaði eins og hita í sæti, stýri, speglum og fl. Hins vegar er gott að keyra bílinn, hann er lipur sem innanbæjarbíll og ágætlega snöggur að ná umferðarhraða sé maður ekki með vélina stillta á „eco“, en þá kemst maður að vísu styttra á hverri hleðslu. 
 
Á litlum hraða, eða undir 30 km, heyrist svolítið í raf­magnsbúnaðinum, þ.e. hvinur sem er frekar leiðinlegur. Þegar komið er á meiri ferð hverfur þetta hljóð og við taka umhverfishljóð utan frá.
 
Að mínu mati hefði alveg mátt eyða meiru í að hljóðeinangra innrýmið í bílnum betur frá umhverfinu. 
Í nánast öllum tilfellum þegar ég prófa bíla þá geri ég hávaðamælingu í desíbelum (db) á sama stað inni í öllum bílum og á sama vegi á milli 80 og 90 km hraða. Þessi bíll var að mælast á bilinu 66,9 til 71,0 db. Á meðan ég mældi tók framúr mér frekar hávært mótorhjól sem olli því að mælingin fór  upp á 75,3 db. Hluta af þessari háu mælingu má örugglega skrifa á gróf vetrardekkin sem undir bílnum voru þegar hann var prófaður.
 
Einhver ódýrasti rafmagnsbíll á markaðnum, en samt vel útbúinn
 
Renault Zoe er frekar ódýr bíll miðað við aðra rafmagnsbíla á rafmagnsbílamarkaðnum, en samt með flestum þeim öryggisbúnaði sem er í öðrum bílum samanber, bremsur (ESP, ABS, EBD og Bremsuaðstoð), ASR spólvörn, brekkuaðstoð, loftþrýstinema í dekkjum, barnastólsfestingar, tímastillir á miðstöð, bakkmyndavél og fleira. 
Rafmótor á að skila 110 hestöflum (sem er alveg nóg fyrir ekki stærri bíl) og drægi rafhlöðu við bestu aðstæður á að vera um 300 km. 
 
Í bílnum er hraðastillir sem hoppar á tveim km upp eða niður (cruse control).
Framsætin eru ágæt og með mjóbaksstuðning, en rýmið fyrir farþega í aftursætum er ekki mikið ef farþegi þar er mikið stærri en 180 cm. Farangursrými er hins vegar nokkuð gott miðað við stærð bílsins. Með sæti uppi er það 338 lítrar, en sæti niðri 1.228 lítrar.
 
Ekki gallalaus
 
Eins og nánast allir rafmagnsbílar sem ég hef kynnt mér er ekkert varadekk í þessum bíl. Mín persónulega skoðun er að enginn bíll eigi að vera varadekkslaus. 
 
Ég prófaði bílinn aðeins á malarvegi og var fjöðrun í lagi gagnvart akstri á malarvegi, en of mikið malarvegahljóð var undir bílnum þar sem gróf vetrardekkin voru að skjóta smásteinum upp undir bílinn. Þetta myndi örugglega lagast mikið ef bíllinn væri á fínmunstruðum sumardekkjum. 
 
Að öðru leyti fannst mér bíllinn vera mjög áhugaverður, sérstaklega út frá verðinu sem er frá 3.790.000.
 
Í upphafi skal endinn skoða
 
Í allri umræðunni um rafmagnsbíla og hversu umhverfisvænir þeir eru virðist vanta að ræða um þann þátt rafmagnsbíla þegar komið er að þeim tímapunkti að þurfi að farga bílnum, sökum elli eða eftir árekstur. 
Í rafhlöðum rafmagnsbíla eru efni sem þurfa sérstaka meðhöndlun við förgun og fer tvennum sögum af kostnaði við förgunina. Ég skoðaði þetta lítillega og eftir örstutta eftirgrennslan þá er ferlið við förgun rafmagnsbíla efni í frekari rannsóknarvinnu. Eftir fróðlegt símtal við Guðmund Tryggva, rekstrarstjóra móttökustöðva endurvinnslu hjá Sorpu, kom í ljós að Sorpa tekur ekki við rafhlöðum úr rafmagnsbílum. Ég talaði einnig við Jóhann Hopkins hjá Hringrás, en þar er ekki heldur tekið við þessum rafhlöðum nema eftir vissa forvinnu á þeim. Eftir samtöl við þessa tvo aðila er greinilegt að hér er eitthvað sem þarf að skoða nánar því eftir sitja spurningarnar, hver tekur við notuðum rafhlöðum úr þessum tæplega 10.000 rafmagnsbílum sem eru á götunum? Hver er kostnaðurinn við að farga rafmagnsbílum? Hver ber ábyrgð á að rafhlöðum rafmagnsbíla sé fargað rétt? Hver getur svarað þessum spurningum og hvar er hægt að nálgast reglugerð um rétta förgun rafmagnsbíla?
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Lengd 4.084 mm
Hæð 1.562 mm
Breidd 1.730 mm
 

 

6 myndir:

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...