Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bilun varð í tölvubúnaði í Bændahöllinni í upphafi vikunnar.
Bilun varð í tölvubúnaði í Bændahöllinni í upphafi vikunnar.
Mynd / TB
Fréttir 10. júlí 2019

Rekstrartruflanir í tölvukerfum BÍ

Höfundur: Ritstjórn

Nokkur tölukerfi Bændasamtakanna lágu niðri í byrjun vikunnar og töluverðan tíma tók að endurheimta gögn af afritunardiskum til þess að koma öllu í samt lag. Bilun varð í svokallaðri diskastæðu sem geymir gögn tölvukerfa BÍ sem vistuð eru í Bændahöllinni.

Kerfin sem urðu fyrir barðinu á biluninni voru meðal annars Fjárvís og dk-bóhaldskerfið auk innanhússkerfa eins og tölvupósts og útgáfukerfis Bændablaðsins. 

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ segir að þetta sé alvarlegasta bilun sem komið hafi upp í tölvukerfum samtakanna um árabil.

„Kerfisstjórinn okkar og samstarfsfólk hafa unnið nær óslitið við að endurheimta gögn og koma öllu í lag. Mögulega glötuðust skammtímagögn sem unnin voru daginn sem kerfin fóru niður en útlit er fyrir að það takist að endurheimta allt. Það tekur þó alveg út vikuna að ljúka yfirferð. “

Að sögn viðgerðarmanna var strax, þegar bilunin kom upp, hafist handa við að endurheimta gögn og koma þeim fyrir að nýju á hörðum diskum. Allt hefur gengið að óskum en verkið tók langan tíma vegna mikils gagnamagns. Í tilkynningu á vef BÍ voru notendur beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að valda.

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f