Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bilun varð í tölvubúnaði í Bændahöllinni í upphafi vikunnar.
Bilun varð í tölvubúnaði í Bændahöllinni í upphafi vikunnar.
Mynd / TB
Fréttir 10. júlí 2019

Rekstrartruflanir í tölvukerfum BÍ

Höfundur: Ritstjórn

Nokkur tölukerfi Bændasamtakanna lágu niðri í byrjun vikunnar og töluverðan tíma tók að endurheimta gögn af afritunardiskum til þess að koma öllu í samt lag. Bilun varð í svokallaðri diskastæðu sem geymir gögn tölvukerfa BÍ sem vistuð eru í Bændahöllinni.

Kerfin sem urðu fyrir barðinu á biluninni voru meðal annars Fjárvís og dk-bóhaldskerfið auk innanhússkerfa eins og tölvupósts og útgáfukerfis Bændablaðsins. 

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ segir að þetta sé alvarlegasta bilun sem komið hafi upp í tölvukerfum samtakanna um árabil.

„Kerfisstjórinn okkar og samstarfsfólk hafa unnið nær óslitið við að endurheimta gögn og koma öllu í lag. Mögulega glötuðust skammtímagögn sem unnin voru daginn sem kerfin fóru niður en útlit er fyrir að það takist að endurheimta allt. Það tekur þó alveg út vikuna að ljúka yfirferð. “

Að sögn viðgerðarmanna var strax, þegar bilunin kom upp, hafist handa við að endurheimta gögn og koma þeim fyrir að nýju á hörðum diskum. Allt hefur gengið að óskum en verkið tók langan tíma vegna mikils gagnamagns. Í tilkynningu á vef BÍ voru notendur beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að valda.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...