Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Stofnendur Lífgass ehf., Helgi Jakobsson, Gufuhlíð, Axel Sæland, Espiflöt, Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, Knútur Rafn Ármann, Friðheimum og Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar.
Stofnendur Lífgass ehf., Helgi Jakobsson, Gufuhlíð, Axel Sæland, Espiflöt, Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, Knútur Rafn Ármann, Friðheimum og Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar.
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarveri sem stefnt er á að rísi í uppsveitum Árnessýslu. Ef vonir ganga eftir mun starfsemi hefjast í árslok 2026.

Félagið heitir Lífgas ehf. og til framleiðslunnar á lífrænum áburði, lífgasi, hita og rafmagni er ætlunin að nota um 50 þúsund tonn á ári af kúamykju og afskurði frá garðyrkjustöðvum og kúabúum frá svæði í um 35 kílómetra radíusi frá fyrirhugaðri staðsetningu, nálægt Reykholti. Notast verður við loftfirrða gerjun (e. anaerobic digestion) í meðhöndlun hráefnisins. Aðalafurðirnar sem koma út úr því eru koltvísýringur til nota á ylræktarstöðvum og melta, sem er talin vera mun betri áburður en mykja. Meltunni verður skilað aftur til kúabænda, hiti og rafmagn verða nýtt í þágu samfélaga uppsveita Árnessýslu.

Starfsemin kynnt bændum

Stofnendur rekstrarfélagsins eru Sveitarfélagið Bláskógabyggð og garðyrkjustöðvarnar Friðheimar, Gufuhlíð og Espiflöt en ætlunin er að fá fleiri bændur í uppsveitunum inn í félagið. Í tilkynningu frá Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, segir að á næstu vikum verði starfsemi félagsins kynnt betur meðal kúa- og garðyrkjubænda. Þá verði einnig gengið frá lokaútgáfu viðskiptaáætlunar sem Orkídea, samstarfsverkefni um nýsköpun í matvælaframleiðslu á Suðurlandi, hefur unnið með aðstoð danskra sérfræðinga og með styrk frá Garðyrkjudeild Bændasamtakanna.

„Til að fjármagna lífgasverið er stefnt að öflun styrkja úr nýjum Orku- og loftslagssjóði auk lánsfjármögnunar. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir um 900 milljóna króna fjárfestingu í verinu. Það mun spara árlega um 16.000 tonn af losun kolefnisígilda í formi minni metanlosunar. Orkídea stefnir að kynningum á hugmyndafræði lífgasvera á öðrum landbúnaðarsvæðum Suðurlands í framtíðinni. Lífgasverið í Bláskógabyggð tengist ESB verkefninu Value4Farm sem Orkídea tekur þátt í,“ segir í tilkynningunni.

Nokkrir staðir koma til greina

Ásta segir í svari við fyrirspurn að gert sé ráð fyrir að þrjú til fjögur störf skapist í kringum verkefnið, en nákvæm staðsetning sé ekki ákveðin þótt nokkrir staðir komi til greina.

Fyrirkomulagið á flutningi hráefnis til verksmiðjunnar er hugsað þannig að kúamykjan verði sótt heim á bæina, en garðyrkjubændur komi sjálfir með sinn úrgang.

Í tilkynningunni segir að stofnun rekstrarfélags á Suðurlandi um lífgasframleiðslu sé mikill áfangasigur á þeirri vegferð að auka fyrirsjáanleika í rekstri og hagkvæmni í landbúnaði og ylrækt og jafnframt að mæta auknum kröfum um hringrás og skilvirkari og umhverfisvænni auðlindanýtingu.

Skylt efni: lífgasver

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.