Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Reiknar þú með búfjáráburði?
Lesendarýni 28. febrúar 2017

Reiknar þú með búfjáráburði?

Það er krefjandi að vera bóndi.  Aðstæður eru síbreytilegar og ákvarðanir gærdagsins þarf að endurskoða út frá nýjum forsendum í dag.  Þetta á ekki síður við um áburðaráætlanir og áburðarkaup.  
 
Hvaða áburðarþarfir á ég að miða við?  Hvaða áburður uppfyllir mínar kröfur? Skipta áburðargæðin máli?  Hver býður hagstæðustu kjörin?  Endanleg ákvörðun er tekin út frá samspili fjölmargra þátta en markmiðið er auðvitað að tryggja gæði uppskeru og lágmarka kostnað. Það má ná fram miklum sparnaði með því að nýta sem best búfjáráburð.  Ein leiðin til þess er að taka sýni og greina efnainnihald búfjáráburðar.
 
Dreifing búfjáráburðar getur verið vandasöm. Tæknilega er erfitt að ná jafnri dreifingu og ekki síður getur verið krefjandi að hitta á besta dreifingartímann. Þá getur verið mikill munur á efnamagni og þurrefni búfjáráburðar milli búa og innan bús t.d. ef illa gengur að hræra upp í hauggeymslu. 
 
Algengt er að við notum töflugildi til þess að ákvarða áburðargildi búfjáráburðar. Þau gildi eru fundin út frá niðurstöðum efnagreininga á búfjáráburði. Leiðbeinandi gildi fyrir nýtanlegt köfnunarefni í kúamykju (7,4 % þe.) er 2,1 kg NH4 N/tonn. Hins vegar er mikill breytileiki í áburðargildi milli búa sem skýrist einkum af mismunandi efnahlutföllum í fóðri og meðhöndlun búfjár­áburðar.  
 
Taflan hér fyrir neðan er sett fram með það að markmiði að sýna fram á þann mikla breytileika sem getur verið í áburðargildi búfjáráburðar eftir efnainnhaldi og þurrefni. Þessi breytileiki getur verið vegna mismunandi efnainnihalds en hann getur líka verið vegna meðhöndlunar t.d. dreifingartíma.
 
Ef borin eru á 20 t af mykju með 7% þurrefni þá má gera ráð fyrir að það skili 42 kg N/ha. Ef hins vegar horft er til hæstu og lægstu gildanna sem taflan sýnir má gera ráð fyrir að mykjan skili á bilinu 22 - 62 kg N/ha. Notkun á töflugildum getur því auðveldlega leitt til of eða vanmats á köfnunarefni sem nemur 15-20 kg/ha. 
 
Jafnframt má velta því fyrir sér hvað búfjáráburðurinn getur skilað af næringarefnum eftir því hvort nýtingin er góð eða slæm. Gefum okkur að þegar dreift er utan hefðbundins tíma sé nýtingin aðeins 1,1 kg NH4 N / tonn og þegar dreift er á kjörtíma sé nýtingin 3,1 kg NH4 N / tonn.  Þetta eru auðvitað áætlaðar tölur en geta verið lýsandi fyrir þær aðstæður sem upp geta komið. Ef borin eru á 20 tonn af mykju með 7% þurrefni þá getur munað allt að 30-40 kg N/ha í nýtingu búfjáráburðar. 
 
Það má bæta verulega nákvæmni við áburðargjöf með því að láta mæla þurrefni og efnainnhald búfjáráburðar. Hér hefur aðeins verið rætt um hlut köfnunarefnisins en önnur næringarefni skipta hér líka máli og gefa sömu möguleika til sparnaðar.
 
Vel unnin áburðaráætlun tekur mið af áburðarþörfum sem byggja á rannsóknum og reynslu, þar sem jafnframt er stuðst er við niðurstöður hey- og jarðvegssýna. Búfjáráburði þarf að dreifa á þeim tíma sem nýtingin verður sem best. Greining á efnamagni búfjáráburðar kostar 11.000–12.000 og er ódýr leið til að tryggja hámarks nýtingu áburðarefna sem tryggir gæði og hagkvæmni við fóðuröflun.
 
 
Unnsteinn Snorri Snorrason, bútækniráðgjafi.
Höfundur er umboðsmaður fyrir Yara áburð.

Skylt efni: búfjáráburður

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...