Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Reiðkennsla hentar mér vel
Líf og starf 19. desember 2016

Reiðkennsla hentar mér vel

Höfundur: Vilmundur Hansen

Reynir Atli Jónsson, oddviti í Langanesbyggð, er hestamaður af lífi og sál. Hann tekur að sér að temja hesta og kennir börnum reiðmennsku bæði hérlendis og í Þýskalandi.

„Ég bý á Þórshöfn en er með aðstöðu fyrir hesta á Gunnars­stöðum,“ segir Reynir. „Sem oddviti sé ég um fundarstjórn á sveitarstjórnarfundum og tek þátt í ákvörðunartökum sem tengjast sveitarfélaginu.“

Með aðstöðu fyrir hesta á Gunnarsstöðum

„Hvað hestamennsku varðar reyni ég að vera með eins fjölbreytta aðstöðu og ég get hér að Gunnarsstöðum og vera með alla anga úti til að afla verk­efna. Á haustin tek ég iðulega að mér hesta í frumtamningu.“

Reynir segist hafa unnið við hesta síðan um aldamótin 2000. „Ég hef reyndar umgengist hesta frá því ég var barn og með hestadellu frá því að ég fæddist. Árið 2000 fór ég til Danmerkur til að vinna með hesta og ári seinna á Hóla og kláraði síðan reiðkennaranámið þar 2006.“

Að sögn Reynis á hann ekki mikið af hestum sjálfur enda er hann mikið á þvælingi og er hann því aðallega að temja fyrir aðra. „Ég er með átta hross í tamningu eins og er, sem flest koma af Austfjörðum. Ég er svo heppinn að hafa kynnst mörgum góðum hestum í gegnum tíðina en farsælasti hesturinn sem ég hef tamið frá grunni er Hektor frá Þórshöfn sem komst í úrslit á fjórðungsmóti hestamanna. Hektor er frábær hestur og með nánast óraunverulegar víddir í gangtegundum.“

Reiðkennsla skemmtileg

Reynir segir að þrátt fyrir að oft séu miklir peningar í hestamennsku sé hann ekki að þessu þeirra vegna. „Í mínum huga er hestamennska lífsstíll og líf sem ég kann vel við. Ég kenni líka talsvert á reiðnámskeiðum bæði hér heima og erlendis.“

Síðastliðið sumar var Reynir í Þýskalandi að kenna reiðmennsku auk þess sem hann kennir börnum að sitja hesta á Æskulýðsdögum í Norðfirði. „Námskeiðin standa í þrjá daga og allt að fjörutíu krakkar sem mæta. Sjálfum finnst mér mjög gaman að kenna á þessum námskeiðum og reyndar yfirleitt að kenna börnum og fullorðnum að umgangast hesta.“

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...