Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mæðgurnar Auður Björnsdóttir og María Sigurðardóttir tóku fyrstu skóflu­stunguna að nýrri reiðhöll.
Mæðgurnar Auður Björnsdóttir og María Sigurðardóttir tóku fyrstu skóflu­stunguna að nýrri reiðhöll.
Fréttir 10. júlí 2017

Reiðhöll rís í Engidal

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Fyrsta skóflustungan að nýrri reiðhöll á félagssvæði hestamannafélagsins Hendingar í Engidal var tekin við hátíðlega athöfn þann 28. júní.
 
Húsnæðið mun verða 900 fm að stærð með 20x45 m reiðhöll ásamt félagsaðstöðu fyrir hestamenn. Húsnæðið verður fjármagnað með bótum sem Ísafjarðarbær og Vegagerðin greiða félaginu fyrir aðstöðumissi hestamannafélagsins á Búðartúni í Hnífsdal vegna framkvæmda Bolungarvíkurganga.
 
„Þetta er niðurstaða sem kemur upp úr áratugalöngum þrætum. Við töpuðum öllum okkar völlum og aðstöðu þegar Bolungarvíkurgöngin voru gerð og höfum því verið aðstöðulaus í 10 ár,“ segir Marinó Hákonarson, formaður hestamannafélagsins Hendingar.
 
50 milljón króna uppbygging
 
Samkomulag Ísafjarðarbæjar og hestamannafélagsins var undirritað þann 19. júní sl. Í því felst að Ísafjarðarbær og Hending stofna með sér einkahlutafélag sem sér um að reisa og reka reiðhöllina. Ísafjarðarbær leggur 30 milljónir í hlutafélagið og Vegagerðin greiðir félaginu 20 milljónir í bætur. Marinó segist vona að húsnæðið verði komið í notkun næsta vetur.
 
„Þetta er algjör bylting og við erum geysilega bjartsýn á framhaldið. Þetta gjörbreytir allri æfingar- og kennsluaðstöðu okkar. Hér gátum við ekki haldið nein námskeið, nema á vorin og haustin, en nú opnast möguleiki á að bjóða upp á kennslu og viðburði allan ársins hring,“ segir Marinó.
 
Hestamannafélagið Hending telur um 50 manns, en þeim hefur fækkað mikið á síðustu árum, ekki síst vegna aðstöðuleysisins. Samkvæmt Marinó halda kringum 30 manns um 110 hrossum á húsi í Engidal á veturna.
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...